Fréttir og tilkynningar

02. október 2015 : Barnahús í Vilnius vorið 2016

Á blaðamannafundi sem velferðarráðherra Litháen hélt ásamt forstjóra Barnaverndarstofu fyrr í vikunni tilkynnti ráðherrann að Barnahús tæki til starfa í apríl á næsta ári. Blaðamannafundurinn var haldinn í upphafi námskeiðs um kynferðisofbeldi til undirbúnings starfseminni þar sem Bragi Guðbrandsson og Ólöf Ásta Farestveit veittu fræðslu til 170 barnaverndarstarfsmanna, lögreglu, saksóknara, lækna og sálfræðinga hvaðanæva af landinu. Áætlað er að seinni þjálfunin, sem einkum er ætluð starfsfólki hússins, fari fram í janúar. Sérfræðingar frá Litháen hafa þegar komið í eina námsferð til Íslands og er önnur áætluð í næsta mánuði.

>> Lesa meira

15. september 2015 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrstu sex mánuði áranna 2014 og 2015

Barnaverndarstofa birtir nú samantekt sem felur í sér samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu sex mánuði áranna 2014 og 2015.  >> Lesa meira

31. ágúst 2015 : Norræna barnaverndarráðstefnan 2015 - góð þátttaka íslenskra barnaverndarstarfsmanna.

Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og hét erindi hans ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Ísland bar svo ábyrgð á tveimur málstofum um ,,Barnahus in practice"og hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindi á annari þeirra.

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language