Fréttir og tilkynningar

22. september 2014 : Ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin 2012 - 2013 er komin út:
Fleiri barnaverndarmál, fleiri kynferðisbrot og fjölgun í MST.

Þróun undanfarinna ára gefur vísbendingar um breytingar í barnaverndarmálum. 
Eru barnaverndarmál að verða alvarlegri?  Árið 2013 var metár í kynferðisbrotum gegn börnum.
Undanfarin ár hafa sífellt fleiri tilkynningar um börn leitt til könnunar barnaverndar og  barnaverndarmálum hefur fjölgað. Einnig hefur börnum í MST meðferð fjölgað en dregið úr stofnanavistun.

Dagana 25. og 26. september stendur Barnaverndarstofa fyrir Barnaverndarþingi - ráðstefnu um barnavernd sem fjallar um rétt barna til verndar, virkni og velferðar.

>> Lesa meira

05. september 2014 : Dagskrá og málstofur á Barnaverndarþingi

Upplýsingar um dagskrá og málstofur á Barnaverndarþinginu liggja fyrir með því að smella á hnappinn hér til hægri. Þar eru einnig að finna upplýsingar um skráningu og ráðstefnugjöld. Vakin er athygli á því að nemar fá afslátt á ráðstefnugjaldi.

04. september 2014 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu fyrstu sex mánuði áranna 2013 og 2014

Tilkynningum fjölgar um 10,4% - flestar tilkynningar til barnaverndarnefnda eru vegna gruns um vanrækslu foreldra gagnvart börnum sínum.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language