Fréttir og tilkynningar

28. janúar 2015 : Barnaverndarstofa fær styrk frá "Evrópu unga fólksins" til að innleiða notkun matslista í vinnslu barnaverndarmála.

Þann 22. janúar s.l. var undirritaður samningur milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa BVS.  Sótt hafði verið um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær verkefnið rúmar 20 milljónir króna í styrk.

23. desember 2014 : Fjölkerfameðferð (MST) verður nú veitt um allt land

Barnaverndarstofa hefur að beiðni félags- og húsnæðismálaráðherra lagt mat á með hvaða hætti megi veita MST meðferð á landsvísu. Ráðherra hefur fallist á niðurstöðu Barnaverndarstofu sem felst í því að veita þjónustuna á landsvísu út frá núverandi starfsstöð í Reykjavík. Fram að þessu hefur meðferðin verið veitt í allt að 70-80 km akstursfjarlægð frá Reykjavík.

>> Lesa meira

11. desember 2014 : Ný og endurbætt lokuð deild Stuðla formlega opnuð 12. desember.

Á lokaðri deild verða nú rými fyrir 6 börn í stað þeirra 5 sem áður var. Einnig verður deildin kynjaskipt ásamt sérstöku neyðarrými . 

FréttasafnÚtlit síðu:

Language