Fréttir og tilkynningar

28. október 2014 : Opinber umfjöllun um börn - ábyrgð fjölmiðla og foreldra

Fræðslufundur Náum áttum verður á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 29. október nk. kl. 8:15 - 10:00

Fyrirlesarar eru Heiðdís Lilja Magnúsdóttir blaðamaður og lögfræðingur, Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skráning er á naumattum.is sjá nánar dagskrá fundarins

13. október 2014 : MST fær hvatningaverðlaun ÞÚ GETUR!

Forvarna- og fræðslusjóðurinn ÞÚ GETUR veitti MST-fjölkerfameðferð hvatningaverðlaun „fyrir framúrskarandi eflingu geðheilsu og baráttu gegn fordómum“ eins og segir á viðurkenningarskjali. Verðlaunin voru veitt á alþjóða geðheilbrigðisdeginum föstudaginn 10. október og var afhendingin hluti af dagskrá í bíó Paradís. MST er gagnreynt meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu og var innleitt hér á landi á haustmánuðum 2008 og hefur reynst mikilvæg viðbót í meðferðarkerfi Barnaverndarstofu.

>> Lesa meira

13. október 2014 : Barnahús flytur í nýtt húsnæði

Í dag 13. október til og með17. október n.k. verður lokað í Barnahúsi vegna flutninga starfseminnar í nýtt húsnæði. Starfsemi mun hefjast að nýju mánudaginn 20. október nk. en fram að þeim tíma er hægt að hafa samband við Barnaverndarstofu í síma 530-2600 ef brýna nauðsyn ber að.

Pósthólf og símanúmer Barnahúss helst óbreytt.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language