Fréttir og tilkynningar

18. nóvember 2015 : Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Evrópuráðið helgar 18. nóvember baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi og hvetur aðildarríki sín til að festa daginn í sessi. Skólastjórnendur í íslenskum grunnskólum eru hvattir til að sýna fræðslumynd fyrir börn af þessu tilefni. Fræðslumyndina má nálgast á vef velferðarráðuneytis. Á síðu Evrópuráðsins er að finna viðtal sem tekið var í tilefni dagsins við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu og formann Lanzarotenefndarinnar.

>> Lesa meira

05. nóvember 2015 : Hversu mörg mál barna eru könnuð í kjölfar tilkynninga til barnaverndarnefnda?

Á árinu 2014 bárust barnaverndarnefndum á Íslandi 8.924 tilkynningar, en fjöldi barna á bak við þessar tilkynningar var 4.920 börn. Flestar tilkynningar bárust sem fyrr frá lögreglu þó nokkuð hafi dregið úr þeim undanfarin ár.

05. nóvember 2015 : Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri?

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language