Fréttir og tilkynningar

17. janúar 2017 : Námskeið fyrir fósturforeldra

Sérhæft námskeið fyrir fósturforeldra barna innan fjölskyldu

Dagana 3. og 31. mars 2017 verður PRIDE námskeið fyrir fósturforeldra sem eru með börn innan fjölskyldu í fóstri. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Barnaverndarstofu í Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Hér er yfirlit yfir námskeiðið þ.e. tímasetningar og innihald þess.

>> Lesa meira

19. desember 2016 : Barnahús fær veglega peningagjöf frá starfsfólki Radison BLU hótela

Færðu Barnahúsi kr 600 000.- að gjöf

Þann 15. desember s.l. fékk Barnahús afhenta veglega peningagjöf frá starfsfólki Radisson BLU hótelunum í Reykjavík. Á hverju ári standa starfsmenn fyrir söfnun til styrktar góðu málefni og að þessu sinni varð Barnahús fyrir valinu. Peningarnir verða nýttir í þágu barnanna sem njóta þjónustu í Barnahúsi bæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir þau á biðstofum en einnig er áætlað að bæta og auka fjölbreytileikann í leikföngum í sand/leikmeðferð fyrir yngstu börnin. Starfsfólk Barnahúss þakkar innilega veittan stuðning.

12. desember 2016 : Annað námskeið vegna fylgdarlausra barna

Námskeið á vegum Barnaverndarstofu 15. desember nk. kl. 14-19

Barnaverndarstofa endurtekur námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 14:00 til 19:00 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar.

>> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language