Fréttir og tilkynningar

25. október 2016 : Íþyngjandi aðgerðir barnaverndarnefndar, vistun barns utan heimilis og forsjársvipting - er of seint gripið til ráðstafana á Íslandi?

Hátíðarmálþing Úlfljóts – þann 26. október, kl. 12:00. Lögberg, stofa L101 - Háskóli Íslands.

Framsögumenn málþingsins verða:
Heiða Björg Pálmadóttir, lögfræðingur Barnaverndarstofu.
Oddgeir Einarsson, hrl. og einn eiganda OPUS lögmenn.
Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Garðabæjar.

>> Lesa meira

17. október 2016 : Fylgdarlaus börn á flótta

Námskeið fyrir vistforeldra og fósturforeldra

Barnaverndarstofa býður upp á námskeið dagana 27. október og 3. nóvember 2016 fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar. Þeir sem hafa áhuga á að bætast í hópinn sem hugsanlegir umsækjendur um að taka á móti börnum í slíkum aðstæðum eru einnig velkomnir.

>> Lesa meira

23. september 2016 : Barnaverndarþing 2016
Öryggi barna - ný hugsun - ný nálgun

7. október á Grand Hótel Reykjavík

FréttasafnÚtlit síðu:

Language