Fréttir og tilkynningar

04. mars 2015 : Barnahús til umræðu á fundi í Lávarðadeild breska þingsins (House of Lords)

Á fundi í Lávarðardeild breska þingsins þann 3. mars voru kynntar tillögur að nýskipan viðbragðs- og þjónustukerfis fyrir börn sem hafa sætt kynferðisofbeldi. Tillögurnar fela m.a. í sér að komið verði á fót allt að 5 barnahúsum að íslenskri fyrirmynd í London á næstu árum. >> Lesa meira

19. febrúar 2015 : Heimilisofbeldi, viðbrögð - úrræði - nýjar leiðir

Barnaverndarstofa vekur athygli á fræðslufundi Náum áttum samstarfshópsins á Grand hótel Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 8:15 - 10:00

Á tímabilinu september 2011 til maí 2013 var Barnaverndarstofa með tilraunaverkefni í samstarfi við barnaverndarnefndir og lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem félagsráðgjafi fór ásamt lögreglu í útköll vegna heimilisofbeldis. Í skýrslu vegna verkefnisins eru m.a. að finna upplýsingar um fjölda barna sem eru í þörf fyrir meðferð í kjölfarið.

>> Lesa meira

11. febrúar 2015 : 112-dagurinn er í dag - öryggi og velferð barna og ungmenna í brennidepli

Alls bárust Neyðarlínunni yfir fimm þúsund tilkynningar vegna barna í vanda fyrstu tíu heilu árin eftir að samstarf 112 og Barnaverndarstofu um neyðarsímsvörun vegna barnaverndar hófst.

FréttasafnÚtlit síðu:

Language