Fréttir og tilkynningar

31. ágúst 2015 : Norræna barnaverndarráðstefnan 2015 - góð þátttaka íslenskra barnaverndarstarfsmanna.

Bragi Guðbrandsson var einn af aðalfyrirlesurum ráðstefnunnar og hét erindi hans ,,The silent revolution: towards convergence of child protection systems". Ísland bar svo ábyrgð á tveimur málstofum um ,,Barnahus in practice"og hélt Þorbjörg Sveinsdóttir frá Barnahúsi erindi á annari þeirra.

>> Lesa meira

24. ágúst 2015 : ESTER - Ný nálgun til að meta áhættu- og verndandi þætti hjá börnum og fjölskyldum þeirra

Fyrsta námskeið af þremur í notkun matslista og skimunarlista sem beinast að börnum sem eru með eða eru í hættu á að þróa með sér frávikshegðun.

10. júlí 2015 : Réttindi barna og barnvæn félagsþjónusta

Velferðarráðuneytið hefur nú látið þýða tilmæli Evrópuráðsins frá 2011 um réttindi barna og barnvæna félagsþjónustu sbr. frétt á vef ráðuneytisins 6. júlí sl. Tilmælunum er ætlað að styðja við aðlögun félagsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þannig að tekið sé tillit til sérstakra réttinda, hagsmuna og þarfa barna og sjónum beint að hagnýtum ráðum til að bæta framkvæmd félagslegrar þjónustu. >> Lesa meira

FréttasafnÚtlit síðu:

Language