Tenglar

Áhugaverðar vefsíður!

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa frá stofnun lagt áherslu á starf innanlands. Samtökin hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi og eru helstu áherslur á að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og að rödd barna heyrist betur í íslensku samfélagi.

,,Ef bara ég hefði vitað” er efni sem danski Rauði krossinn tók saman og fjallar um hvernig maður getur hjálpað sjálfum sér, og öðrum, þegar maður upplifir alvarlega atburði. Með alvarlegum atburðum er átt við t.d. skilnað, dauðsfall, umferðarslys, alvarlega ólæknandi sjúkdóma, þunglyndi, ástarsorg og einelti. Þetta efni er byggt upp á nokkrum sönnum frásögnum unglinga sem hafa upplifað erfiða atburði í lífinu. Allar frásagnirnar eiga það sameiginlegt að þær lýsa því hvernig tekist er á við vandann og sálræn einkenni, sem oft fylgja í kjölfarið.

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um foreldrastarf.
Foreldrahús býður uppá ýmiskonar þjónustu fyrir fjölskyldur í vanda. Boðið er uppá sálfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir börn og unglinga ásamt ráðgjöf og stuðning fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru í boði sjálfstyrkingarnámskeið, foreldrahópar og eftirmeðferð fyrir unglinga.

Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. 

Á Sjónarhóli getur þú fengið faglega og óháða ráðgjöf fyrir aðstandendur barna sem eiga við langvarandi veikindi og fötlun að stríða. Sjónarhóll er miðpunktur þjónustu á þessu sviði, þekkingartorg þar sem hægt er að finna á einum stað yfirgripsmikla vitneskju og reynslu

Nú býðst körlum og konum sem vilja losna úr viðjum ofbeldisbeitingar aðstoð. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum.      

Fjölbreytt fræðsluefni er gert hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stundum í samvinnu við aðra aðila. Einnig eru haldin námskeið.  Allt fræðsluefnið hér á síðunni er samið af fagfólki og yfirfarið reglulega. Smellið efnisflokkana hér fyrir neðan eða á hnappana til vinstri. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gerir einnig efni sem ætlað er fagfólki og það er að finna undir, kennsla og vísindi.
Hér má finna fjölbreyttan fróðleik um heilsu barna og unglinga ætlaðan foreldrum. 6H stendur fyrir; hamingja, hollusta, hreinlæti, hugrekki, hreyfing og hvíld. 
Með lögum sem gengu í gildi 1. maí 2011 var starfsemi Lýðheilsustöðvar felld undir Embætti landlæknis. Þar með fékk Embætti landlæknis víðtækari verkefni en áður og eru nú öll verkefni á sviði forvarna, heilsueflingar og lýðheilsu á ábyrgð embættisins auk þeirra verkefna sem fyrir voru. Markmið embættisins er að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og stuðla að því að lýðheilsustarf og heilbrigðisþjónusta byggist á bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma. Meginhlutverk embættisins er fjórþætt, ráðgjöf, fræðsla, eftirlit og upplýsingasöfnun.
 
Hlutverk UNICEF á Íslandi er fjórþætt:  Afla fjárstuðnings við verkefni UNICEF, tryggja réttindi barna á Íslandi, vera fulltrúi UNICEF á Íslandi og hvetja til virkrar þátttöku ungs fólks og barna í samfélaginu.
Multisystemic Therapy (MST) is an intensive family- and community-based treatment program that focuses on addressing all environmental systems that impact chronic and violent juvenile offenders -- their homes and families, schools and teachers, neighborhoods and friends. MST recognizes that each system plays a critical role in a youth's world and each system requires attention when effective change is needed to improve the quality of life for youth and their families. MST works with the toughest offenders ages 12 through 17 who have a very long history of arrests.

 

Børnetinget er et debatrum for nuværende og tidligere plejebørn, men voksne er velkomne til at læse med, så de kan lære, hvordan plejebørn har det og gerne vil have det.
Sænsk heimasíða fyrir börn, foreldra og fagfólk um ýmislegt tengdu kynferðislegri hegðun barna, óæskilegum myndbirtingum barna á netinu, kynferðislegu ofbeldi gegn börnum osfr. 


Til baka


Language