11. nóvember 2019 : Námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu

Barnaverndarstofa býður uppá sérhæfð námskeið fyrir fósturforeldra með börn innan fjölskyldu, eða vegna annarra vensla, en rúmlega þriðjungur fósturráðstafana er innan fjölskyldu. Námskeiðið byggir á Foster Pride kennsluefninu en hefur verið stytt og aðlagað að þörfum þessa hóps.
Námskeiðið hefur verið haldið að jafnaði tvisvar á ári undanfarin ár. Þann 30. og 31. október sl. var seinna námskeið ársins haldið, en það sátu 18 væntanlegir fósturforeldrar, frá 11 mismunandi heimilum. 

1. nóvember 2019 : Þriðja MST teymið

Í lok september fjölgaði sérfræðingum sem starfa í MST teymum Barnaverndarstofu (fjölkerfameðferð) úr tólf í fimmtán. Vegna vaxandi eftirspurnar eftir MST meðferð hefur sérfræðingum fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár eða úr tíu í ellefu árið 2017 og í tólf árið 2018. Við þessa fjölgun sérfræðinga nú í fimmtán var þeim dreift niður á þrjú teymi, í stað tveggja áður, sem starfa enn sem fyrr í náinni samvinnu, á sameiginlegri starfstöð og með sameiginlega bakvakt. MST meðferðin er sem kunnugt er í boði á landsvísu og fer fram með forsjáraðilum og barni og heimilum þeirra og í nærumhverfi. Fjölgun sérfræðinga í MST var gerð í þeirri viðleitni að geta brugðist við eftirspurn hraðar og jafnóðum til lengri tíma og ekki síst til ná niður biðlista eftir MST meðferð sem hafði verið samfelldur frá því í janúar 2018. Dæmi voru um að börn og fjölskyldur þurftu að bíða í 3-4 mánuði eftir meðferð og jafnvel lengur. Á fyrstu dögum októbermánaðar tókst að vinna niður þennan biðlista, sem var þó skammgóður vermir, því allir MST þerapistar voru komnir með hámarks málafjölda og flestum málum nýúthlutað. MST meðferð tekur jafnan á bilinu 3-5 mánuði og hefur því aftur myndast biðlisti eftir MST sem er þó enn sem komið er öllu viðráðanlegri og styttri en áður. Vonir standa til að með auknum afköstum myndist síður biðlisti eða til skemmri tíma í senn.

Lesa meira

31. október 2019 : Áhrif barna á eigin réttindi og samfélag - Barnasáttmálinn í 30 ár

Elísabet Gísladóttir lögfræðingur mun fjalla um hvort barnasáttmálinn sé íhaldssamur eða framsækinn. Laura Lundy prófessor við Queens háskólann í Belfast talar um; Children as human rights defenders. What matters to them og að lokum eru það Ida Karolina Harris og Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir sem segja okkur frá því hvernig er að taka þátt í loftlagsverkföllum.
Fundarstjóri er Salvör Nordal og fer skráning á www.naumattum.is 


7. október 2019 : PMTO foreldranámskeiði og hópmeðferð hjá Hafnarfjarðarbæ.

Ekkert foreldri lengur á bið eftir PMTO foreldranámskeiði eða hópmeðferð hjá Hafnarfjarðarbæ. 

Lesa meira



Language