31. mars 2020 : Ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum geti aukist í ástandi sem þessu

Faraldur kórónuveirunnar hefur orðið til þess að mun fleiri halda sig nú heima við en alla jafna og getur það haft ýmis áhrif á heimilislíf fjölskyldna. Heiða segir sérstaka ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á tímum sem þessum. „Alltaf þegar það kemur einhver krísa hjá fjölskyldum þá er ástæða til þess að hafa áhyggjur af börnunum. Kvíði, álag, streita hjá foreldrum eykur líkurnar á ofbeldi og vanrækslu.“ Heiða leggur áherslu á að ef fólk hefur áhyggjur af barni þá er einfaldasta leiðin að tilkynna það til 112. 112 tekur við tilkynningum fyrir barnaverndarnefndir og kemur þeim áfram og barnaverndarnefndir eru með bakvaktir allan sólarhringinn og geta alltaf gripið inn í ef þörf er á.

Lesa meira

24. mars 2020 : Skilaboð til barna og unglinga

Líður þér illa eða hefur þú áhyggjur af því hvernig einhver annar hefur það? 

Þá getur þú haft samband beint við barnaverndina þar sem þú býrð – en þú getur líka alltaf hringt í Neyðarlínuna 112.

 

Lesa meira

23. mars 2020 : Skotar færast nær Barnahúsi að íslenskri fyrirmynd

Í byrjun mars kom opinber sendinefnd frá Skotlandi í heimsókn til Íslands til að skoða Barnahúsið okkar. Í sendinefndinni voru fulltrúar frá samtökunum Children 1st, lögregluyfirvöldum, dómskerfinu, heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu Skotlands sem vildu kynna sér reynslu íslendinga. 

Lesa meiraLanguage