19. desember 2012 : Barnaverndarstofa birtir nú hluta II af ársskýrslu sinni, sem fjallar um starfsemi barnaverndarnefnda á árinu 2011.

Í september s.l. gaf Barnaverndarstofa út ársskýrslu vegna áranna 2008-2011, en þar var að finna í hluta II upplýsingar frá barnaverndarnefndunum úr sískráningu nefndanna fyrir árið 2011. Nú liggja hins vegar fyrir endanlegar upplýsingar frá nefndunum vegna ársins 2011. Heildarfjöldi tilkynninga á árinu 2011 var 8.708 tilkynningar, sem er um 6% fækkun frá árinu á undan.

Lesa meira

17. desember 2012 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda. 

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2011 og 2012.
Lesa meira

4. desember 2012 : Áhrif áfengisneyslu á börn

N8-page-001Samstarfshópurinn Náum áttum hefur undanfarin misseri beint sjónum að börnum sem búa við erfiðar aðstæður, s.s. börn foreldra í neyslu. Á fræðslufundi sem haldinn var 17. október sl. var umfjöllunarefnið „Óbein áhrif áfengisneyslu“  og á fræðslufundi Náum áttum þann 14. nóvember sl. hélt þessi umræða áfram með þremur fyrirlestrum um málefnið ,,Hvernig getur samfélagið stutt við börn í erfiðum aðstæðum".

Lesa meira

4. desember 2012 : Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl!

HverErIFjolskyldunni_synishorn-page-001Nú í haust kom út Bókinn Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl eftir Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa, MA. Bókin er skrifuð fyrir almenning, nemendur og fagfólk sem vinnur með börnum og fjölskyldum, s.s. kennara, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lögfræðinga. Einnig þá sem vinna við rannsóknir á högum barna og fjölskyldana og koma að opinberri stefnumótun og löggjöf. Umfjöllunarefnið er stjúpfjölskyldur, margbreytileiki þeirra og hvernig þær takast á við daglegt líf sem er oft nokkuð frábrugðið ímyndinni um „hefðbundna“ kjarnafjölskyldu.
Lesa meira

3. desember 2012 : Ný heimasíða Barnaverndarstofu

Þann 3. desember sl. var tekin í notkun ný heimasíða Barnaverndarstofu www.bvs.is. Hún er talsvert frábrugðin þeirri gömlu sem var vissulega orðin barns síns tíma. Helstu breytingar eru þær að ekkert læst svæði er á síðunni og henni er skipt niður á þrjár aðalsíður. Í fyrsta lagi „forsíðu" þar er að finna almennar upplýsingar ásamt útgefnu efni um BVS og barnavernd, í öðru lagi er síðan „almennar upplýsingar" sem eru spurningar og svör aðallega fyrir almenning og í þriðja lagi er það síðan „ítarlegar upplýsingar" sem sérstaklega er ætluð barnaverndarstarfsfólki.

Lesa meira

30. nóvember 2012 : Oftar tilkynnt um heimilisofbeldi

Tilkynningum um meinta vanrækslu til Barnaverndar Eyjafjarðar fjölgaði um 33% fyrstu 10 mánuði ársins.

115 tilkynningar höfðu borist um síðustu mánaðamót á Eyjafjarðarsvæðinu en allt árið í fyrra bárust 104 tilkynningar, að því er fram kemur í Akureyri vikublaði.

Lesa meira

26. nóvember 2012 : Börn á Íslandi án löglegra forsjáraðila

Af gefnu tilefni telur Barnaverndarstofa nauðsynlegt að árétta að mál sem varða komu barna til Íslands í fylgd fullorðinna sem kveðjast foreldrar þeirra og framvísa fölsuðum skilríkjum þar að lútanandi eru afar fátíð. Í ljósi umfjöllunar sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga kannaði Barnaverndarstofa málið hjá Útlendingastofnun, Mannréttindaskrifstofu og barnaverndarnefndum. Barnaverndarstofu er kunnugt um tvö slík mál á undanförnum árum, annað er það sem hefur verið til umfjöllunar um þessar mundir og hitt málið kom upp fyrir nokkrum árum og dómstólar á Íslandi hafa fjallað um. Í þessum málum er ekki grunur um mansal.

Lesa meira

23. nóvember 2012 : Miðstöð foreldra og barna

Árið 2008 stofnuðu nokkrir sérfræðingar Miðstöð foreldra og barna (MFB) sem ætlað er að meðhöndla vanlíðan mæðra og efla samband þeirra við börn sín (0-5 ára) og þar með þroska og velferð barnanna. Um er að ræða nýjung hér á landi þar sem sérhæfð meðferðarúrræði í geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra og börn þeirra undir 5 ára aldri hafa ekki verið til staðar. Ung börn eru í sérstakri áhættu ef foreldrar glíma við geðheilsuvanda eða fíkn, voru sjálfir vanræktir eða misnotaðir sem börn, eru óþroskaðir og njóta lítils stuðnings fjölskyldu, búa við fátækt eða heimilisofbeldi. Viðvarandi streita ungra barna skaðar heilann og dregur úr vexti hans, veikir ónæmiskerfið og mótstöðuafl líkamans gegn langvinnum heilsufarsvandamálum fram á fullorðinsár og hamlar félags- og tilfinningalegum þroska. Stór hópur foreldra og barna þarf meiri og sérhæfðari aðstoð en grunnþjónusta heilsugæslu veitir án þess að eiga erindi á geðdeild.

Lesa meira

22. nóvember 2012 : Child-friendly Justice eða Barnvinsamlegt réttarkerfi: Viðtal við Braga Guðbrandsson

Viðtal við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu
 
 
Bragi útskýrir í viðtalinu hugtakið "child-friendly justice" eða það sem kallast á íslensku barnvinsamlegt réttarkerfi og nefnir nokkur raunveruleg dæmi um barnvinsamlegt dómsumhverfi eða sérstaklega gerð herbergi til að taka skýrslur af börnum fyrir dómstóla í Evrópu. Til að nálgast frekari upplýsingar um barnvinsamlegt réttarkerfi er hægt að skoða:
Lesa meira

22. nóvember 2012 : Viðbrögð við kynferðisofbeldi, heimildarmynd gefin út af Evrópuráðinu

Á alþjóðadegi barnsins, 20. nóvember, gaf Evrópuráðið út heimildarmynd um viðbrögð við mynd av vídeó KOFkynferðisofbeldi á börnum þar sem íslenska Barnahúsið er þungamiðja umfjöllunarinnar.

Til að sjá myndbandið smelltu á myndina 

Lesa meira

5. nóvember 2012 : Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins mælir með Barnahúsi

Ísland hefur nú fullgilt bindandi samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðisofbeldi, svonefndan Lanzarote samning, og tekur hún gildi hinn 1. janúar 2014. Alls hafa þá 22 aðildarríki fullgilt samninginn.

Lesa meira

15. október 2012 : Samanburður á fjölda tilkynninga fyrstu 6 mánuði 2011 og 2012

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2011 og 2012. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2011 og 2012.

Lesa meira

5. október 2012 : Hvernig hefur börnum vegnað í meðferð?

Áhugaverðar niðurstöður koma fram í könnun sem gerð var um afdrif, velferð og líðan barna sem dvöldu á níu meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og Stuðlum á árunum 2000 – 2007. Meðferðarheimilin voru Hvítárbakki, Árbót, Berg, Laugaland, Geldingalækur, Háholt, Torfastaðir, Jökuldalur og Götusmiðjan. Öll heimilin, fyrir utan Stuðla, voru rekin á grundvelli þjónustusamninga við Barnaverndarstofu. Tvö þeirra, Laugaland og Háholt auk Stuðla, eru starfrækt í dag.

Lesa meira

6. september 2012 : Ársskýrsla 2008-2011

articleimage

20. apríl 2012 : Fundur Pride-stjórnenda á Norðurlöndum

Dagana 30. - 31. maí var fundur Pride-stjórnenda á Norðurlöndum haldin í fundarsal Barnaverndarstofu. Pride vísar í námskeið sem kallast Foster- Pride og er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra. 

Lesa meira
articleimage

20. apríl 2012 : Stuðningur við seinfæra foreldra

Barnaverndarstofa stendur fyrir námskeiði dagana 30 og 31 maí í fundarsal BHM að Borgartúni 6 í samstarfi við fagdeild félagsráðgjafa í barnavernd og rannsóknarsetur í fötlunarfræðum.

Lesa meira
articleimage

20. apríl 2012 : Ráðstefna - fjarfundur

Eins og kunnugt er stendur Barnaverndarstofa fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:00-16:15.

Lesa meira
articleimage

20. apríl 2012 : Sumarhátíðir - Sýnum ábyrgð!

Miðvikudaginn 23. maí nk heldur Náum áttum - samstarfshópur um fræðslu- og forvarnir síðasta fund vetrarins á Grand hótel kl. 08.15 - 10.00. Fjallað verður um sumarhátíðir á Íslandi, framkvæmd þeirra og ábyrgðina sem fylgir hátíðarhaldi eins og þjóðhátíð, bæjarhátíð, útihátíð eða hestamóti. Farið verður yfir atriði eins og markmið þeirra, regluverk og viðbúnað sveitarfélags og annarra mótshaldara.

Lesa meiraLanguage