Fundur Pride-stjórnenda á Norðurlöndum

1. júní 2012

Dagana 30. - 31. maí var fundur Pride-stjórnenda á Norðurlöndum haldin í fundarsal Barnaverndarstofu. Pride vísar í námskeið sem kallast Foster- Pride og er bandarískt að uppruna og uppbyggt sem undirbúningsnámskeið fyrir fósturforeldra og mat á hæfni þeirra. Á fundinum komu saman fulltrúar frá Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Því miður boðuðu fulltrúar Noregs forföll vegna verkfalls opinberra starfsmanna þar í landi. Pride-stjórnendur hittast einu sinni á ári til að bera saman bækur sínar, kynna ef einhverjar breytingar hafa orðið á námskeiðinu eða viðbætur sem talist hafa nauðsynlegar. Einnig eru aðrar nýjungar á sviði fósturmála kynntar svo sem breytingar á löggjöf, nýjar rannsóknir eða nýjar útgáfur af námskeiðinu. Þessi fundur var í fyrsta sinn haldinn á Íslandi.
Til baka


Language