20. nóvember 2013 : Hinn launhelgi glæpur!

19. ágúst 2013 : Samstarfsátak gegn heimilisofbeldi!

Lögreglan, Félagsþjónustan, HSS og kirkjur eru aðilar átaksins!
Lesa meira

18. ágúst 2013 : Unglingar sem sýna óviðeigandi kynhegðun.

Fræðsla fyrir barnaverndarstarfsmenn

Lesa meira

23. júlí 2013 : Allsgáð með allt á hreinu í sumar!

Markmiðið er að vekja athygli á vímuvörnum um verslunarmannahelgina.
Lesa meira

4. júlí 2013 : Hagsmunir barnsins hafðir að leiðarljósi

tobbaHvernig eigum við að bregðast við ef okkur grunar að börn búi við vanrækslu eða ofbeldi? Þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir, MSc í sálfræði, leitast við að svara þessari spurningu í nýendurútgefinni bók sinni, Verndum þau. Í Morgunblaðinu þann 4. júlí er viðtal við Þorbjörgu.
Lesa meira

2. júlí 2013 : Viðtalsherbergi fyrir börn innan barnaverndar!

herbergiStarfsmenn barnaverndar Reykjanesbæjar útbjuggu vistlegt herbergi til að ræða við börn við vinnslu barnaverndarmála. Börnin sem hafa komið í viðtalsherbergið eru almennt ánægð með það og það hefur gefist vel að vinna þar með börnin.
Lesa meira

27. júní 2013 : Áhersla á sjálfstæði barna eykst!

Áhersla á sjálfstæðan rétt barna eykst stöðugt og í fréttum Stöðvar 2 þann 26 júní sl. segir Heiða Björk Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu að Íslendingar ættu að taka upp hagsmunagæslumann í ákveðnum barnaverndarmálum að finnskri fyrirmynd.
Lesa meira

26. júní 2013 : Upplognar ásakanir skaða!

Steinunn Bergmann félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði í fréttatíma Stöðvar tvö þann 23. júní sl. að upplognar ásakanir um kynferðisofbeldi gegn börnum skaði þau mál þar sem börn eru sannarlega beitt ofbeldi. Slíkt gerist reglulega í hatrömmum forsjárdeilumálum.

Lesa meira

23. júní 2013 : Barn látið ljúga til um kynferðisofbeldi

Forsvarskona samtakanna Vörn fyrir börn tók þátt í að láta barn ljúga kynferðisbroti upp á föður þess í forræðisdeilu. Samtöl við barnið í Barnahúsi leiddu hið sanna í ljós. Föðurnum var dæmd full forsjá í Hæstarétti eftir rannsókn sem tók tvö ár. Í Fréttablaðinu þann 22 júní sl er viðtal við Braga Guðbrandsson forstjóra Barnaverndarstofu vegna málsins.
Lesa meira

15. júní 2013 : Varað við fúskurum í barnavernd

Í Fréttablaðinu þann 13 júní sl. kemur fram að Barnaverndarstofa hafi áhyggjur af faglegu starfi samtakanna Vörn fyrir börn og kanni nú starfsemi þeirra. Forstöðukona samtakanna segist gefa lítið fyrir kjaftasögur og fullyrðir að starf þeirra sé faglegt.

Lesa meira

14. júní 2013 : Ábendingar um vanrækslu barna

Flestar ábendingar sem barnaverndarnefndir fá eru um vanrækslu barna. Tilefnin eru misalvarleg en dæmi eru um mjög alvarlega vanrækslu. Þetta segir Páll Ólafsson, sviðsstjóri hjá Barnaverndarstofu í viðtali á rás tvö þann 13 júní sl. 

Lesa meira

7. júní 2013 : Flestir tilkynna um vanrækslu!

Í frétt í Morgunblaðinu þann 7. júní  kemur fram að tölur staðfesti fjölgun á tilkynningum til barnaverndarnefnda. Verst á landsbyggðinni. Drengir í meirihluta. Sprenging í tilkynningum vegna kynferðisbrota  

Lesa meira

7. júní 2013 : Samanlagt 217 börnum í neyð hjálpað!

Í Fréttablaðinu þann 7. júní kemur fram að á þeim 20 mánuðum sem tilraunaverkefni Barnaverndarstofu vegna heimilisofbeldis stóð var 217 börnum veitt sértæk aðstoð og að barnaverndarnefndir taki við keflinu á næstunni með sameiginlegu bakvaktarkerfi. 

Lesa meira

6. júní 2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

Barnaverndarstofa birtir nú samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013

Lesa meira

5. júní 2013 : "Protecting Children in a Changing World” - Evrópuráðstefna ISPCAN -  Alþjóðlegra samtaka gegn illri meðferð á börnum

Vakin er athygli á Evrópuráðstefnu ISPCAN samtakanna sem verður haldin í Dublin dagana 15 - 18 september 2013. Mjög áhugaverð ráðstefna og eru áhugasamir hvattir til að skoða heimasíðu samtakanna  http://www.ispcan.org til að fá frekari upplýsingar. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um ráðstefnur og aðra athyglisverða atburði á þessu sviði með því að skoða ,,viðburðardagatal" Barnaverndarstofu.

Lesa meira

5. júní 2013 : Undirbúningur hafin að stofnun Barnahúss í Færeyjum

Um fimmtíu sérfræðingar, þar á meðal Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu og Ólöf Ásta Farestveit forstöðukona Barnahúss á Íslandi, sátu fund sem markar upphaf markvissar vinnu við að koma Barnahúsi á fót í Færeyjum að íslenskri fyrirmynd. Áhugasamir geta hér fyrir neðan lesið meira um þessa frétt úr færeyska fréttablaðinu Vágaportalurinn.   

Lesa meira

31. maí 2013 : Reynsla af tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis

Sem kunnugt er hófst tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis 15. september 2011, fyrst til sex mánaða, verkefninu var síðan framlengt til 31. desember 2012 og aftur til 1. júní 2013. Samstarfsaðilar Barnaverndarstofu eru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes. Verkefninu lýkur 1. júní nk. og færast bakvaktir vegna heimilisofbeldismála því alfarið til barnaverndarnefnda á ný.

Lesa meira

30. maí 2013 : Childrens´s Voices - ráðstefna NFBO - norrænu samtakanna gegn illri meðferð á börnum í Nuuk, Grænlandi 26 - 28 ágúst 2014

Barnaverndarstofa vill benda áhugasömum á að NFBO hefur sent frá sér fyrstu auglýsingu vegna ráðstefnunnar Childrens Voices sem verður haldin í Nuuk á Grænlandi í ágúst 2014. Lesa meira

15. maí 2013 : Vinnustofa um stuðning við seinfæra foreldra

Barnaverndarstofa stendur fyrir vinnustofu með dr. Maurice Feldman prófessor í sálfræði, dagana 24 og 28 maí nk. í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21 í samstarfi við rannsóknarsetur í fötlunarfræðum. Vinnustofunni er ætlað að þjálfa þátttakendur í að nota efni og gátlista sem dr. Feldman hefur þróað.
Lesa meira

8. maí 2013 : Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna - ábyrgð fjölmiðla og foreldra - úrræði

N8mai2013no2

Morgunverðarfundur "Náum áttum" verður þann 15. maí nk. kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel undir yfirskriftinni "Brotin sjálfsmynd barna og ungmenna" þar sem fjallað er um ábyrgð fjölmiðla og foreldra auk úrræða. Framsöguerindi flytja þær Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur hjá Foreldrahúsi, Vigdís Jóhannesdóttir markaðsráðgjafi hjá pipar/TPWA og Katrín Anna Guðmundsdóttir jafnréttishönnuður. Sjá nánar auglýsingu. Skráning er hjá náum áttum fyrir kl. 15 þriðjudaginn 14. maí nk. Hér má nálgast viðtal við Katrínu Önnu Guðmundsdóttur þar sem fjallað er um lífseigar klisjur í auglýsingum.

Lesa meira

3. maí 2013 : Árangur af stuðningsúrræðum fyrir börn, unglinga og foreldra þeirra

Árlegt málþing Ís-Forsa er haldið í samstarfi við Barnaverndarstofu og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd. Málþingið verður 14. maí 2013 kl. 14.00-16.00 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101.

Dagskrá málþingsins má sjá hér.

Málþingið er opið öllum

Félagar í Ís-Forsa eru hvattir til að koma með veggspjöld um rannsóknir og þróunarverkefni sín.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. greiðist við inngang eða reikningur sendur á stofnanir.

Nemendur í fullu námi greiða ekki aðgangseyri, aðrir nemendur greiða kr. 1.000.

Skráning er á netfangið rbf@hi.is.

Lesa meira

26. apríl 2013 : Áhrif áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra á börn

Velferðarráðuneytið kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem kannaðar voru aðgerðir barnaverndar vegna barna sem bíða tjón af áfengis- eða vímuefnaneyslu foreldra. Um er að ræða fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á þessu efni. Fram kemur í frétt ráðuneytisins að mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum sé á lokastigi í ráðuneytinu og niðurstöður rannsóknarinnar geti haft áhrif á hana. Athygli vekur að 48% tilkynninga bárust frá nærumhverfi barns en 52% frá opinberum aðilum, þar af 25% frá lögreglu og 15% frá heilbrigðisþjónustu, fram kemur að engin tilkynning barst frá SÁÁ. Á því tímabili sem rannsóknin náði til var tilkynnt um 209 börn vegna neysluvanda foreldra, þar af var talin ástæða til að kanna málefni 187 barna og beita stuðningsaðgerðum í kjölfarið. Af þeim 187 börnum sem fengu stuðning voru 73 börn vistuð utan heimilis. Sjá nánar frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins en þar má nálgast skýrsluna í heild og glærur vegna kynningarinnar.

19. apríl 2013 : Fósturforeldrar óskast

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem hefur áhuga á að taka að sér börn og unglinga í fóstur. Um er að ræða bæði ráðstafanir í tímabundið fóstur og varanlegt fóstur. Sérstaklega er leitað að fólki sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu eða í nálægð við framhaldsskóla.
Bent er á heimasíðu Barnaverndarstofu varðandi upplýsingar um fóstur.

Nánari upplýsingar veitir Barnaverndarstofa í síma 530 2600.

12. apríl 2013 : Morgunverðarfundur - Náum áttum!

N8april2013Samstarfshópurinn Náum áttum stendur fyrir fræðslufundi miðvikudaginn 17. apríl kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er "Hver er ég? kynferði og sjálfsmynd unga fólksins". Fjallað verður um áhrifaþætti á sjálfsmynd barna, ábyrgð skóla, foreldra og fjölmiðla sjá (PDF skjal) dagskrá. Skráning er á http://www.naumattum.is/ fyrir kl. 15:00 þriðjudaginn 16. apríl

 

8. apríl 2013 : Ríkisstjórnin samþykkir 110 milljón króna aukafjárveitingu til kaupa á nýju Barnahúsi 

Á fundi með velferðarráðherra, innanríkisráðherra og forsætisráðherra, kom fram að álitlegt hús fyrir Barnahús hafi þegar verið fundið. Kaup á því ættu að geta gengið í gegn á næstu vikum.

Lesa meira

2. apríl 2013 : Forvarnir eru besta leiðin!

radstefnaBlattafram2013Samtökin Blátt áfram og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í samstarfi við Jafnréttisstofu standa fyrir ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi dagana 23 og 24 apríl, í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands. Sérstakur stuðningsaðili er hljómsveitin Skálmöld. Fundarstjóri er Svava Björnsdóttir, stofnandi Blátt áfram.

Lesa meira

25. mars 2013 : Kerfið ræður ekki við álagið!

Um 130 mál hafa borist á borð Barnahúss það sem af er þessu ári. Fjölgunin er gríðarleg, en á undanförnum árum hafa borist að meðaltali 270-290 mál til Barnahúss á ári. Forstöðumaður Barnahúss segir ljóst að kerfið sé sprungið og að fjölmörg börn séu á biðlista. Þetta kemur fram á mbl.is.

Lesa meira

11. mars 2013 : Biðlistar lengjast hjá Barnahúsi!

Fimmtíu börn eru á biðlista hjá Barnahúsi. Yfir hundrað mál hafa borist frá áramótum eftir að umræða um kynferðisbrot gegn börnum komst í hámæli. Sérfræðingur hjá Barnahúsi segir álagið hefta bataferli barna sem ekki komist að. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Lesa meira

7. mars 2013 : "Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs - hvað virkar og hvað virkar ekki?"

N8mars2013a2Barnaverndarstofa vekur athygli á morgunverðarfundi Náum áttum sem að þessu sinni er haldin fimmtudaginn 14. mars nk. kl. 8:15 - 10:00 á Grand Hótel Reykjavík. 
Lesa meira

7. mars 2013 : Aukin þjónusta fyrir börn í Kvennaathvarfinu

Í síðdegisútvarpinu þann 5. mars sl. var rætt við Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins. Þar ræddi hún m.a. þá ánægjulegu breytingu að börn í athvarfinu fá nú meiri þjónustu á vegum barnaverndar en um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samvinnu Barnaverndarstofu, lögreglu og barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

1. mars 2013 : Ættingjafóstur

Nýlega kom út skýrsla sem gerð var á vegum NOFCA (Nordic Foster Care Association). NOFCA samanstendur af samtökum fósturforeldra, yfirvöldum og öðrum samtökum á Norðurlöndunum sem koma að málefnum fósturráðstafanna á einn eða annan hátt.  Verkefnið er styrkt af Nordplus Voksen.

Skýrslan kynnir niðurstöður verkefnisins „Fosterhjem fra barnets slekt i de nordiske land – tilbud og behove for opplæring“. Verkefninu var ætlað að safna upplýsingum frá öllum Norðurlöndunum um hvernig staðið er að þjálfun, handleiðslu og eftirfylgni fyrir þá sem eru með börn ættingja í fóstri.

Lesa meira

28. febrúar 2013 : Vantar úrræði!

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í fréttum á RUV að meðferðarstofnanir geti ekki  veitt ungum föngum þá aðstoð sem þeir eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ef þeir vilja ekki fara í meðferð. Lögfesting sáttmálans þýði að meðferðastofnanir eigi að geta haldið þeim sem ekki vilja fara í meðferð gegn vilja þeirra. Það geti stofnanir ekki í dag.
Lesa meira

21. febrúar 2013 : Að lesa í merki barnsins

Miðstöð foreldra og barna standa fyrir námskeiði dagana 4. og 5. apríl nk. frá kl. 9-16 sem ætlað er öllum þeim sem starfa með foreldrum og ungbörnum yngri en þriggja mánaða, þ.e. ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, starfsfólki barnaverndarnefnda og öðrum meðferðaraðilum. Námskeiðið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi en um er að ræða námskeið frá Brazelton Institute í Boston. Kennd verður aðferð til að hjálpa foreldrum að lesa í merki barns frá 0-3ja mánaða. Leiðbeinendur  verða Dr. Lise C. Johnson og Dr. Joanna Hawthorne.
 
Lesa meira

19. febrúar 2013 : ,,Ísland í dag" heimsækir skammtímavistun fyrir unglinga!

Í þættinum Ísland í dag þann 18 febrúar var umfjöllun um Hraunberg 15 sem er skammtímavistun fyrir börn á aldrinum 13 - 18 ára sem ekki geta búið heima hjá sér af einhverjum ástæðum. Hraunberg er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar og eru börnin vistuð þar til lengri eða skemmri tíma á vegum Barnaverndar Reykjavíkur.
Hér er hægt að sjá umfjöllunina

19. febrúar 2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir árin 2011 og 2012.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði úr 8.698 í 7.854 á árinu 2012. Mest var fækkunin á tilkynningum frá lögreglu. Umsóknum um MST fækkaði úr 82 í 77, umsóknum um meðferðarheimili fækkaði 92 í 68 og umsóknum um fósturheimili fækkaði úr 144 í 108.
Lesa meira

14. febrúar 2013 : 112 er barnanúmerið
Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi

Í grein Steinunnar Bergmann félagsráðgjafa á Barnaverndarstofu sem birtist í Fréttablaðinu þann 14 febrúar kemur m.a. fram að neyðarlínan - 112 - tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins.

Lesa meira

13. febrúar 2013 : Upplýsingabæklingur til foreldra um heimsóknir barna í fangelsi!

Fangelsismálastofnun vinnur að gerð upplýsingabæklinga sem snúa að hinum ýmsu þáttum sem snúa að fangelsisvist. Fyrsti bæklingurinn hefur nú litið dagsins ljós en í honum er fjallað um heimsóknir barna í fangelsi.

Lesa meira

12. febrúar 2013 : Kynning á Vistheimili barna í Íslandi í dag!

Á Vistheimili barna sem er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar eru börn á aldrinum 0 - 13 ára vistuð til  lengri eða skemmri tíma á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Ísland í dag kynnti sér Vistheimilið á Laugarásvegi.
Hér er hægt að sjá þá umfjöllun

8. febrúar 2013 : 112 dagurinn 2013

Auglysing112 Þann 11. febrúar er 112 - dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst. Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu.
Lesa meira

7. febrúar 2013 : Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Í samræmi við samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum fól ríkisstjórn Íslands þremur ráðuneytum, þ.e. innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Lesa meira

7. febrúar 2013 : Aukið álag getur tafið meðferð!

Í viðtali í Morgunblaðinu þann 7 febrúar segir forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, að þrátt fyrir stóraukið álag á starfsmenn Barnahúss sé enn unnt að sinna hratt skýrslutökum fyrir dómstóla. Hins vegar sé hætt við að önnur verkefni, einkum meðferðarviðtöl við börn, tefjist. Fjórir sérfræðingar vinna hjá Barnahúsi auk ritara og sinnir stofnunin öllu landinu. Tæplega þreföldun varð á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði.

Lesa meira

6. febrúar 2013 : Ekki gera ekki neitt - algengt að kynferðisbrotamál séu þögguð niður innan fjölskyldunnar

,,Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það skylda að tilkynna svona mál til barnaverndarnefndar" segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í viðtali í DV þann 6. febrúar, aðspurður hvernig best sé að taka á því þegar misnotkunarmál koma upp í fjölskyldum.
Lesa meira

1. febrúar 2013 : Heildarfjöldi mála í Barnahúsi þrefaldaðist í janúar!

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Barnahúss í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Mjög margir foreldrar og skólar hafa haft samband og eru órólegir vegna barna í umhverfi þeirra. Tæplega þreföldun var á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði. Barnahús fékk til sín eða var þegar með 51 mál til meðferðar í janúarmánuði. Af þeim eru 19 mál í bið eftir úrvinnslu. Má geta þess að allt árið í fyrra bárust Barnahúsi 279 mál eða að meðaltali 23 mál í hverjum mánuði.

31. janúar 2013 : Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum!

n8feb2013Morgunverðarfundur ,,Náum áttum" verður á Grand Hótel, miðvikudaginn 6 febrúar nk. frá kl 8 15 - 10 00. 
Fáðu frekari upplýsingar með því að smella á myndina. 
Erindi fundarins eru:
Friðhelgi einkalífs barna og vímuefnaleit - hvar liggja mörkin?
Hver eru sjónarmið nemanda?
Hvað virkar best í forvörnum?
Opnar umræður á eftir erindum!

 

29. janúar 2013 : Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali, segir Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.

Í hádegisfréttum á Rás 1 og 2 þann 25 janúar kom fram í viðtali við Ólöfu að mikið álag hafi verið á Barnahúsi nú í janúar og þrefalt fleiri mál komið þar inn á borð en á sama tíma í fyrra. Börn geta þurft að bíða í nokkrar vikur eftir fyrsta könnunarviðtali. 

Lesa meira

23. janúar 2013 : ,,Sóknarpresti svarað" Blaðagrein Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu í Morgunblaðinu þann 19. janúar sl.

Margir virðast reiðubúnir að sniðganga grundvallarreglur réttarríkisins og kalla eftir ólögmætum geðþóttaákvörðunum embættismanna þegar svo ber undir!

 

Lesa meira

23. janúar 2013 : Anna Kristín Newton réttarsálfræðingur og starfsmaður Barnaverndarstofu í Kastljósi

Þann 9 janúar sl. var Anna Kristín Newton réttarsálfræðingur í Kastljósi og var rætt við hana hvernig samfélagið eigi að taka á málum einstaklinga sem haldnir eru barnagirnd.

Lesa meira

23. janúar 2013 : Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu í viðtali í Speglinum á RÚV þann 21 janúar sl.

Heiða Björg segir reglur séu skýrar þegar grunur leikur á því að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þá eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda.
Lesa meira

23. janúar 2013 : Samfélagið í nærmynd heimsækir Barnahús

Þann 18. janúar s.l var Samfélagið í nærmynd sent út frá Barnahúsi.

Lesa meira

17. janúar 2013 : Breytt fyrirkomulag á málstofum um barnavernd

Ákveðið hefur verið í samráði við samstarfsaðila að hætta með mánaðarlegar málstofur Barnaverndarstofu. Þess í stað verður haldin fræðslu- og umræðudagur fyrir starfsfólk barnaverndarnefnda einu sinni að vori og hausti.

Lesa meira

16. janúar 2013 : Verklagsreglur um tilkynningaskyldu heilbrigðisstarfsfólks

Verklagsreglur um tilkynningarskyldu heilbrigðisstarfsfólks til barnaverndarnefnda vegna gruns um vanrækslu og/eða ofbeldi gagnvart barni, barn stofni eigin lífi i hættu eða lífi eða heilsu ófædds barns sé stefnt í hættu  hafa nú verið endurskoðaðar. Verklagsreglurnar sem unnar eru í samstarfi starfsfólks Landspítala háskólasjúkrahúss, heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis, Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarstofu voru fyrst gefnar út árið 2004. Þær varða börn að 18 ára aldri og þungaðar konur. Verklagsreglurnar ná til alls starfsfólks heilbrigðisstofnana.

Í verklagsreglunum er gerð grein fyrir tilkynningaskyldu almennings og þeirra sem afskipti hafa af börnum. Fjallað er um helstu þætti sem tilkynnt er um ásamt leiðbeiningum um hvernig tilkynningum er komið á framfæri við barnaverndarnefnd. Hér má nálgast verklagsreglurnar en þær eru aðgengilegar á vefsíðu Barnaverndarstofu undir „Verklagsreglur og vinnulag“.

9. janúar 2013 : Upptaka af ráðstefnu um samstarf skóla og barnaverndar

Vakin er athygli á því að hér á heimasíðu BVS er nú að finna upptöku af ráðstefnu sem haldin var í maí sl. um mikilvægi samstarfs skóla og barnaverndar. Að ráðstefnunni stóð Barnaverndarstofa í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur en mennta- og menningarmálaráðuneytið veitti styrk til tryggja útsendinguna.

 

Lesa meira

8. janúar 2013 : Breytingar á barnalögum

Barnaverndarstofa vekur athygli á að um sl. áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum nr. 76/2003. Varða breytingarnar m.a. breytt vinnulag þegar ágreiningur er milli foreldra um umgengni sem fela í sér að barnaverndarnefndir sveitarfélaga koma ekki lengur að þeim málum.

Í frétt á vef innanríkisráðuneytis er vakin athygli á því að um þau mál, sem nú þegar eru til meðferðar hjá sýslumönnum og er ólokið, fer samkvæmt eldra vinnulagi. Þá eru á vef ráðuneytisins rakin helstu nýmæli í lögunum og með hvaða hætti vinna á málin eftir breytinguna.

Frétt innanríkisráðuneytisinsLanguage