28. febrúar 2013 : Vantar úrræði!

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu segir í fréttum á RUV að meðferðarstofnanir geti ekki  veitt ungum föngum þá aðstoð sem þeir eigi rétt á samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ef þeir vilja ekki fara í meðferð. Lögfesting sáttmálans þýði að meðferðastofnanir eigi að geta haldið þeim sem ekki vilja fara í meðferð gegn vilja þeirra. Það geti stofnanir ekki í dag.
Lesa meira

21. febrúar 2013 : Að lesa í merki barnsins

Miðstöð foreldra og barna standa fyrir námskeiði dagana 4. og 5. apríl nk. frá kl. 9-16 sem ætlað er öllum þeim sem starfa með foreldrum og ungbörnum yngri en þriggja mánaða, þ.e. ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum, læknum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, starfsfólki barnaverndarnefnda og öðrum meðferðaraðilum. Námskeiðið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi en um er að ræða námskeið frá Brazelton Institute í Boston. Kennd verður aðferð til að hjálpa foreldrum að lesa í merki barns frá 0-3ja mánaða. Leiðbeinendur  verða Dr. Lise C. Johnson og Dr. Joanna Hawthorne.
 
Lesa meira

19. febrúar 2013 : ,,Ísland í dag" heimsækir skammtímavistun fyrir unglinga!

Í þættinum Ísland í dag þann 18 febrúar var umfjöllun um Hraunberg 15 sem er skammtímavistun fyrir börn á aldrinum 13 - 18 ára sem ekki geta búið heima hjá sér af einhverjum ástæðum. Hraunberg er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar og eru börnin vistuð þar til lengri eða skemmri tíma á vegum Barnaverndar Reykjavíkur.
Hér er hægt að sjá umfjöllunina

19. febrúar 2013 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir árin 2011 og 2012.

Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði úr 8.698 í 7.854 á árinu 2012. Mest var fækkunin á tilkynningum frá lögreglu. Umsóknum um MST fækkaði úr 82 í 77, umsóknum um meðferðarheimili fækkaði 92 í 68 og umsóknum um fósturheimili fækkaði úr 144 í 108.
Lesa meira

14. febrúar 2013 : 112 er barnanúmerið
Mikilvægt er að börn og foreldrar viti hvert á að leita þegar grunur er um vanrækslu eða ofbeldi

Í grein Steinunnar Bergmann félagsráðgjafa á Barnaverndarstofu sem birtist í Fréttablaðinu þann 14 febrúar kemur m.a. fram að neyðarlínan - 112 - tekur á móti tilkynningum samkvæmt umboði frá barnaverndarnefndum landsins.

Lesa meira

13. febrúar 2013 : Upplýsingabæklingur til foreldra um heimsóknir barna í fangelsi!

Fangelsismálastofnun vinnur að gerð upplýsingabæklinga sem snúa að hinum ýmsu þáttum sem snúa að fangelsisvist. Fyrsti bæklingurinn hefur nú litið dagsins ljós en í honum er fjallað um heimsóknir barna í fangelsi.

Lesa meira

12. febrúar 2013 : Kynning á Vistheimili barna í Íslandi í dag!

Á Vistheimili barna sem er úrræði á vegum Reykjavíkurborgar eru börn á aldrinum 0 - 13 ára vistuð til  lengri eða skemmri tíma á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Ísland í dag kynnti sér Vistheimilið á Laugarásvegi.
Hér er hægt að sjá þá umfjöllun

8. febrúar 2013 : 112 dagurinn 2013

Auglysing112 Þann 11. febrúar er 112 - dagurinn haldinn í fjölmörgum Evrópulöndum. Að þessu sinni er sjónum beint að getu almennings til þess að bregðast við á vettvangi alvarlegra slysa og veikinda, að fólk hringi í 112 og veiti fyrstu aðstoð áður en sérhæfð aðstoð berst. Einnig að vekja athygli almennings á að 112 er ekki bara neyðarnúmerið hér heima heldur einnig í löndum Evrópu.
Lesa meira

7. febrúar 2013 : Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum

Í samræmi við samning Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum fól ríkisstjórn Íslands þremur ráðuneytum, þ.e. innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti að undirbúa vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Lesa meira

7. febrúar 2013 : Aukið álag getur tafið meðferð!

Í viðtali í Morgunblaðinu þann 7 febrúar segir forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, að þrátt fyrir stóraukið álag á starfsmenn Barnahúss sé enn unnt að sinna hratt skýrslutökum fyrir dómstóla. Hins vegar sé hætt við að önnur verkefni, einkum meðferðarviðtöl við börn, tefjist. Fjórir sérfræðingar vinna hjá Barnahúsi auk ritara og sinnir stofnunin öllu landinu. Tæplega þreföldun varð á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði.

Lesa meira

6. febrúar 2013 : Ekki gera ekki neitt - algengt að kynferðisbrotamál séu þögguð niður innan fjölskyldunnar

,,Það er ekki bara skynsamlegt heldur er það skylda að tilkynna svona mál til barnaverndarnefndar" segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, í viðtali í DV þann 6. febrúar, aðspurður hvernig best sé að taka á því þegar misnotkunarmál koma upp í fjölskyldum.
Lesa meira

1. febrúar 2013 : Heildarfjöldi mála í Barnahúsi þrefaldaðist í janúar!

Mikið álag hefur verið á starfsfólki Barnahúss í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Mjög margir foreldrar og skólar hafa haft samband og eru órólegir vegna barna í umhverfi þeirra. Tæplega þreföldun var á málum sem bárust Barnahúsi í janúarmánuði. Barnahús fékk til sín eða var þegar með 51 mál til meðferðar í janúarmánuði. Af þeim eru 19 mál í bið eftir úrvinnslu. Má geta þess að allt árið í fyrra bárust Barnahúsi 279 mál eða að meðaltali 23 mál í hverjum mánuði.Language