Barnaverndarstofa fær styrk frá "Evrópu unga fólksins" til að innleiða notkun matslista í vinnslu barnaverndarmála.

Þann 22. janúar s.l. var undirritaður samningur milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa BVS.  Sótt hafði verið um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær verkefnið rúmar 20 milljónir króna í styrk.

28. janúar 2015

Þann 22. janúar s.l.  voru undirritaðir samningar milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa Barnaverndarstofu annarsvegar og fulltrúa LungA skólans á Seyðisfirði hinsvegar. Báðir aðilar sóttu um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær hvort verkefni rúmar 20 milljónir króna í styrk.

Verkefni Barnaverndarstofu er unnið í samstarfi við sænska sérfræðinga  og felur í sér innleiðingu á notkun matslista sem heita ESTER og er ætlunin að notkun þeirra auki gæði við vinnslu barnaverndarmála.

Evrópa unga fólksins veitir styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+.  Árið 2014 veitti Evrópa unga fólksins 198 milljónir króna í styrki til 47 verkefna úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB. Næsti umsóknarfrestur um styrki hjá Evrópu unga fólksins er 4. febrúar.

Nánari upplýsingar um ESTER veitir Páll Ólafsson, sviðstjóri Ráðgjafa- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu.

Nánari upplýsingar um EUF veitir Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins.

                                                            

Til baka


Language