Hefur þú áhuga á að gerast fósturforeldri?

16. apríl 2015

Barnaverndarstofa leitar að fólki sem er reiðubúið til að sækja um leyfi til að taka börn í fóstur og að taka þátt í sérstakri þjálfun því til undirbúnings.

Um getur verið að ræða tímabundið og/eða varanlegt fóstur.

Æskilegt er að fósturheimili séu í eða í námunda við þéttbýli. Ýmis reynsla og menntun, einkum á sviði umönnunar barna, getur komið að góðu gagni.

Nánari upplýsingar eru veittar á Barnaverndarstofu

sími: 530 2600 eða netfang: bryndis@bvs.is.

Einnig er hægt að afla sér upplýsinga um umsóknarferli og hlutverk fósturforeldra hér

Til baka


Language