19. desember 2016 : Barnahús fær veglega peningagjöf frá starfsfólki Radison BLU hótela

Þann 15. desember s.l. fékk Barnahús afhenta veglega peningagjöf frá starfsfólki Radisson BLU hótelunum í Reykjavík. Á hverju ári standa starfsmenn fyrir söfnun til styrktar góðu málefni og að þessu sinni varð Barnahús fyrir valinu. Peningarnir verða nýttir í þágu barnanna sem njóta þjónustu í Barnahúsi bæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir þau á biðstofum en einnig er áætlað að bæta og auka fjölbreytileikann í leikföngum í sand/leikmeðferð fyrir yngstu börnin. Starfsfólk Barnahúss þakkar innilega veittan stuðning.

12. desember 2016 : Annað námskeið vegna fylgdarlausra barna

Barnaverndarstofa endurtekur námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 15. desember nk. kl. 14:00 til 19:00 í fundarsal Barnaverndarstofu að Borgartúni 21. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem höfðu samband við Barnaverndarstofu í kjölfar auglýsingar stofunnar.

Lesa meira

6. desember 2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og umsókna um þjónustu fyrstu níu mánuði áranna 2014 til 2016

Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu níu mánuði áranna 2014 og 2016.

Lesa meira

30. nóvember 2016 : Framrás Barnahúss heldur áfram með stuðningi Silvíu drottningar

Dagana 28. og 29. nóvember komu saman í Linköping í Svíþjóð fulltrúar 20 ríkja sem koma við sögu í verkefninu PROMISE en það miðar að því að innleiða Barnahús um alla Evrópu.

Lesa meira

17. október 2016 : Fylgdarlaus börn á flótta

Barnaverndarstofa býður upp á námskeið dagana 27. október og 3. nóvember 2016 fyrir þá sem hafa áhuga á að taka fylgdarlaus börn á flótta inn á heimili sín. 

Lesa meira

21. september 2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda og fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016

Í þessari samantekt er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016.  Endanlegar upplýsingar um fjölda tilkynninga koma fram í samtölublöðum barnaverndarnefndanna sem birtast í ársskýrslu Barnaverndarstofu. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir fyrstu sex mánuði áranna 2015 og 2016.

Lesa meira

21. september 2016 : Fræðsludagur fyrir PMTO meðferðaraðila á Íslandi

Fjöldi PMTO meðferðaraðila starfar víðsvegar um land. Fræðsludagurinn gefur fagaðilum tækifæri til að fá upplýsingar um nýjungar tengdar PMTO meðferð, dýpka þekkingu á einstaka þáttum, deila reynslu og njóta samvista. Í þetta skiptið verður lögð áhersla á vinnu með foreldrum sem eiga í ágreiningi sín á milli, meðferðarvinnu inni á heimilum foreldra og hvernig draga má úr brotfalli úr meðferð.  

Nánari upplýsingar um PMTO-FORELDRAFÆRNI má nálgast á heimasíðu, www.pmto.is

13. september 2016 : Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra

Barnaverndarstofa hefur frá árinu 2004 haldið Foster Pride námskeið fyrir fósturforeldra. Alls hafa verið haldin 25 námskeið frá upphafi og þátttakendur verið 423. Foster Pride námskeiðunum er ætlað að undirbúa fósturforeldra áður en þeir taka börn í fóstur. Námskeiðið felur m.a. í sér hæfnismat þar sem þátttakendur sjálfir og umsjónarmenn námskeiðs leggja sameiginlega mat á hæfni og möguleika viðkomandi til að taka barn i fóstur.  Um er að ræða bandarískt kennsluefni í fósturmálum sem hefur verið innleitt á Norðurlöndum.

Lesa meira

14. júlí 2016 : Lykiltölur Barnaverndarstofu vegna ársins 2015

Barnaverndarstofa birtir hér helstu upplýsingar um barnavernd, bæði hvað varðar úrræði Barnaverndarstofu og upplýsingar frá barnaverndarnefndum um m.a. fjölda tilkynninga, fjölda barnaverndarmála og úrræði. Lykiltölurnar má nálgast hér.

22. júní 2016 : Samanburður á fjölda tilkynninga og fjölda umsókna um þjónustu.

Hér er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda skv. sískráningu nefndanna fyrstu þrjá mánuði áranna 2015 og 2016. Einnig er hér að finna upplýsingar um fjölda umsókna um þjónustu til Barnaverndarstofu fyrir sama tímabil. 

Lesa meira

20. júní 2016 : Innleiðing barnahúsa í Evrópu

Nú er nýlega lokið námskeiði sem haldið var 40 sérfræðinga frá 12 Evrópulöndum sem hafa áhuga á að innleiða barnahús að norrænni fyrirmynd.

Lesa meira

20. júní 2016 : Fréttaskýringarþáttur BBC - barnahús væntanleg í Englandi

Í síðustu viku sendi BBC út sérstakan fréttaskýringaþátt um viðbragðskerfi Íslendinga vegna kynferðisofbeldi gegn börnum. Í þættinum er fjallað um starfsemi barnahúss og jafnframt er ítarlegt viðtal við Anne Longfield the Children´s Commissioner of England sem fór fyrir breskri sendinefnd ráðuneyta og stofnana sem kom til Íslands nýlega til að kynna sér fyrirkomulagið hér. Fram kemur m.a. að nú þegar hefur verið ákveðið að koma á fót 2 barnahúsum í Englandi í tilraunarskyni, í London og Durham.

Lesa meira

8. júní 2016 : PMTO meðferðarmenntun - innskrift og útskrift!

Í síðustu viku fór fram kynningarfundur á vegum Miðstöðvar PMTO-FORELDRAFÆRNI. Fagfólk sem hefja mun meðferðarmenntunarnám næsta haust sótti fundinn og það verður spennandi að ferðast með þessum kraftmikla hópi næstu tvö árin.

Sama dag útskrifaðist glæsilegur hópur fagfólks úr tveggja ára PMTO meðferðarmenntunarnámi. Við óskum þeim innilega til hamingju og velfarnaðar í starfi.

Lesa meira

3. júní 2016 : Formleg opnun Barnahúss í Litháen

Íslendingar hafa veitt tæknilega aðstoð við undirbúning starfseminnar og hafa sérfræðingar Barnahúss ásamt forstjóra stofunnar annast þjálfun starfsfólks og veitt ráðgjöf fagfólki og stofnunum sem að húsinu standa. Félagsmálasjóður EES veitti fjárhagslega aðstoð til verkefnisins sem gerði kleift að fjármagna gagnkvæmar heimsóknir fagfólks.

Lesa meira

30. maí 2016 : BBC fjallar um Barnahús

Í dag koma tveir hópar fréttamanna frá BBC news annars vegar og BBC radio4 hins vegar í því skyni að framleiða fréttaskýringaþætti um Barnahús. Koma þeirra til Íslands kemur í kjölfar heimsóknar enskrar sendinefndar embættismanna undir forystu Children´s Commissionar of England fyrir nokkrum vikum. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stofnun barnahúsa í Englandi og er áformað að hið fyrsta hefji starfsemi í byrjun næsta árs.

Fréttamennirnir munu m.a. eiga viðtöl við forstjóra Barnaverndarstofu og starfsfólk og samstarfsaðila Barnahúss, svo sem dómara og lækni. Þá munu þeir taka viðtöl við ungt fólk sem á sínum tíma naut þjónustu Barnahúss.

2. maí 2016 : Ráðstefna og námskeið 1. til 3. júní 2016

Barnaverndarstofa heldur ráðstefnu og námskeið dagana 1. til 2. júní 2016 á Grand Hótel Reykjavík sem fjallar um rannsókn og meðferð mála þegar grunur er um að fatlað barn hafi sætt ofbeldi.

Þeir Chris Newlin og Scott Modell sérfræðingar frá Bandaríkjunum koma til landsins til að fjalla um þetta efni, sjá nánar dagskrá. Báðir eru með umfangsmikla þekkingu og reynslu á þessu sviði sjá nánar Newlin og Modell.

Lesa meira

28. apríl 2016 : Heilluð af hugmyndum Barnahúss

Umboðsmaður barna á Bretlandi, Anne Long­field, er stödd hér á landi til þess að kynna sér starf­semi Barna­húss en hún von­ast til þess að opnuð verði Barna­hús í Bretlandi á næstu árum að ís­lenskri fyr­ir­mynd. Barna­hús er orðið alþjóðlegt fyr­ir­bæri und­ir ís­lenska nafn­inu og seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu það mik­inn heiður. Lesa meira

27. apríl 2016 : Stofnun Barnahúsa á Englandi!

Þessa dagana er stödd hér á landi sendinefnd frá Englandi í því skyni að kynna sér starfsemi hins íslenska Barnahúss.

Lesa meira

2. mars 2016 : Kýpur undirbýr stofnun Barnahúss

Fyrr í vetur skipaði ríkisstjórn Kýpur undirbúningsnefnd að stofnun barnahúss.  Óskað var eftir því við  forstjóra Barnaverndarstofu að veita ráðgjöf vegna þessa starfs og er heimsókn hans vegna þessa  nýlega lokið.  Þetta er í annað skiptið sem Bragi heimsækir Kýpur en hann flutti erindi á ráðstefnu í Nikósíu, höfuðborg landsins, í tilefni fullgildingar Lanzarote samnings Evrópuráðsins vorið 2015 þar sem hann fjallaði m.a. um barnahús sem dæmi um barnvinsamlega framkvæmd samningsins.

Lesa meira

27. janúar 2016 : 1001 dagur í lífi barns

Fyrsti fræðslufundur Náum áttum samstarfshópsins árið 2016 var í dag á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni "Er geðheilbrigði forréttindi? 1001 dagur í lífi hvers barns". Frummælendur voru þau Anna María Jónsdóttir geðlæknir, Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi og dr. Sigrún Júlíusdóttir prófessor við Háskóla Íslands og fjölluðu þau um áhrif umönnunar fyrsta 1001 dag í lífi hvers barns á lífsgæði og geðheilsu ævina á enda. Sjá nánar dagskrá. Fundurinn var tekin upp af Sambandi íslenskra sveitarfélaga til að koma til móts við landsbyggðina og má nálgast erindin hér að neðan. Erindin eru líka aðgengileg á vefsíðu Náum áttum.

Lesa meira

7. janúar 2016 : Ný nálgun í heimilisofbeldismálum

Í dag var kynnt skýrsla um mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu um nýja nálgun í heimilisofbeldismálum, samstarf barnaverndar og lögreglu. Gagna var aflað með símakönnun meðal þolenda ofbeldis og viðtölum við mæður, ungmenni, lögreglumenn og félagsráðgjafa sem tóku þátt í verkefninu. Niðurstöðurnar sýna almenna ánægju með verkefnið og jafnframt gagnlegar ábendingar um þætti sem má bæta.

Lesa meira

4. janúar 2016 : Mat á tilraunaverkefni Barnaverndarstofu

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd kynnir niðurstöður nýútkominnar skýrslu sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu og Velferðarráðuneytið.

Lesa meiraLanguage