112 dagurinn 2018

8. febrúar 2018

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, Ríkislögreglustjórinn, Mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

 Sunnudaginn 11. febrúar efna samstarfsaðilar 112-dagsins til kynningar á starfsemi sinni og búnaði víða um landið. Á Hörputorgi og við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn verður sýndur margvíslegur búnaður viðbragðsaðila frá kl. 13-16. Hefðbundin dagskrá vegna 112-dagsins  hefst kl. 15 í Flóa í Hörpu. Þar verður meðal annars tilkynnt hver er skyndihjálparmaður Rauða krossins og veitt verðlaun fyrir þátttöku í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Til baka


Language