Barnaverndarstofa hlýtur jafnlaunavottun

29. júní 2020

Barnaverndarstofa hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012.  

Lokaúttekt var framkvæmd af Versa vottun ehf. í lok maí og í kjölfarið fékk stofnunin staðfestingu á vottun þann 15. júní sl. Jafnframt hefur stofnunin fengið heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Stofnunin er afar stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og staðfestingu á því að hún starfræki stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnanlegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Á meðfylgjandi mynd má sjá Gná Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Versa vottunar og Birnu Dís Eiðsdóttur, vottunarstjóra hjá Versa vottun afhenda Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, Guðrúnu Sigurjónsdóttur, fjármála- og mannauðsstjóra Barnaverndarstofu og Sigurbjörgu Yngvadóttur, skjala- og gæðastjóra Barnaverndarstofu, vottorð þessu til staðfestingar.


Mynd-jafnlaunavottun_1593420435747 

Til baka


Language