Barnaverndarstofa stendur fyrir fræðslufundi um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum

Fundurinn er ætlaður fyrir formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra, yfirmenn og starfsfólk barnaverndarnefnda

5. mars 2018

Fræðslufundur um rétt til upplýsinga og gagna hjá barnaverndarnefndum 

Efni fundarins: Farið verður yfir rétt og heimild til aðgangs að gögnum hjá barnaverndarnefndum; samspil 45. gr. barnaverndarlaga (Upplýsingaréttur og aðgangur að gögnum máls ) við 15. 16. og 17. gr. stjórnsýslulaga (Upplýsingaréttur, Gögn undanþegin upplýsingarétti, Takmörkun á upplýsingarétti ), hvaða reglur gilda um aðgang að upplýsingum skv. III. kafla upplýsingalaga ( Aðgangur aðila að upplýsingum um hann sjálfan ) og hvernig á að haga málsmeðferð og framkvæmd þegar ákveðið er að takmarka eða synja um aðgang að gögnum. 
Fyrir hverja: Formenn og fulltrúa barnaverndarnefnda, félagsmálastjóra og starfsfólk barnaverndarnefnda  Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur og varaformaður úrskurðarnefndar um upplýsingamál.  
Fundarstaður: Menntavísindasvið Háskóla Íslands Stakkahlíð. ( Gamli Kennaraháskólinn)
Salurinn heitir Bratti, gengið inn af bílastæði Háteigsmegin.  
Fundartími: 6. mars kl 10 00 - 13 00.
Streymi: Boðið verður uppá streymi af fundinum
https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9c61a289-c4cc-4b5f-9ea4-a9ad06e4479a

Hér er hægt að sjá glærur af fyrirlestrinum

Til baka


Language