Framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019 - 2022

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælti á Alþingi fyrir tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar til fjögurra ára.

2. maí 2019

Áætlunin er umfangsmikil og er skipt niður í eftirfarandi átta stoðir:
A. Samstarf og heildarsýn í málefnum barna.
B. Breytingar á barnaverndarlögum.
C. Snemmtæk íhlutun og fyrirbyggjandi aðgerðir.
D. Stuðningur vegna barna á fósturheimilum.
E. Meðferð alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda.
F. Bætt verklag í barnavernd.
G. Kannanir, rannsóknir og gæðamat.
H. Eftirfylgni og innleiðing breytinga.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, hef­ur mælt fyr­ir til­lögu til þings­álykt­un­ar um fram­kvæmda­áætl­un á sviði barna­vernd­ar til fjög­urra ára. Um er að ræða fjórðu fram­kvæmda­áætl­un rík­is­ins í barna­vernd en með henni er blásið til sókn­ar í þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur þeirra. Fram­kvæmda­áætl­un­in var unn­in í sam­ráði við helstu hags­munaaðila, meðal ann­ars um áherslu­atriði og for­gangs­röðun verk­efna. Félagsmálaráðuneytið mun hafa heildarumsjón með framkvæmd áætlunarinnar og sömuleiðis umsjón með tilteknum aðgerðum. Barnaverndarstofa og sveitarfélög bera síðan ábyrgð á öðrum aðgerðum. Allar aðgerðir hafa verið kostnaðarmetnar og verður lagt mat á þær í samræmi við mælikvarða sem tilgreindir eru innan hverrar aðgerðar. Víðtækt samstarf verður haft við fag- og hagsmunaaðila um framkvæmd áætlunarinnar til að þekking og reynsla nýtist sem best en auk þess tekur hún mið af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, samningi Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun auk annarra alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að. Framkvæmdaáætlunin tekur einnig mið af þeirri þróun sem orðið hefur í þjónustu við börn og í meðferðarúrræðum barnaverndar og leggur áherslu á samfélagsþátttöku barna.

Hér má hlusta á ræðu ráðherra á Alþingi

Hér má sjá frétt um tillöguna á heimasíðu ráðuneytisins

Til baka


Language