Rit Evrópuráðsins: Réttindi barna á stofnunum

22. febrúar 2007

Nýlega kom út ritið „Rights of Children at Risk and in Care“, sem gefin er út af Evrópuráðinu. Bókin hefur að geyma tilmæli Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum ásamt skýrslu Braga Guðbrandssonar um börn og stofnanir í Evrópu. Þá ritar Bragi formála bókarinnar og rekur þróun mála síðustu árin, m.a. er varðar rannsóknir á áhrifum stofnana á þroska barna og þróun viðhorfa til réttinda barna á stofnunum.

Óhætt er að segja að rit þetta varpi ljósi á ýmiss þeirra atriða sem hafa verið til opinberrar umfjöllunar í íslensku samfélagi nýlega, einkum í tengslum við vistun og meðferð barna á drengjaheimilinu í Breiðavík og öðrum opinberum uppeldisheimilum á seinni hluta síðustu aldar. Tilmæli Evrópuráðsins um réttindi barna á stofnunum og skýrsla Braga um forvarnir og valkosti við stofnanadvöl barna lýsa þeim alþjóðlegu viðhorfum sem nú eru uppi í þessum efnum ekki síst í ljósi Barnasamnings S.þ.
Til baka


Language