Starfsdagur Barnaverndarstofu með félagsmálastjórum

13. mars 2007

Fimmtudaginn 15. mars mun Barnaverndarstofa halda starfsdag með félagsmálastjórum. Fundurinn verður haldinn á hótel Glym í Hvalfirði. Markmið fundarins er að ræða stöðu barnaverndarmála í dag, fjalla um fræðslumál og skráningu, vinnslu barnaverndarmála, vistun barna utan heimilis og ræða ýmis önnur mál sem varða málaflokkinn. Vonast er eftir gagnlegum umræðum um málaflokkinn.

Dagskrá fundarins má sjá hér.
Til baka


Language