Tilkynningar til barnaverndarnefnda á árunum 2002-2006

22. mars 2007

Barnaverndarstofa hefur tekið saman upplýsingar um fjölda tilkynningar sem bárust Barnaverndarnefndum á árunum 2002-2006. Í ljós kom að á þessu tímabili hefur tilkynningum fjölgað úr 4.665 í 6.874 eða um tæpan helming. Rúmlega 70% tilkynninga berast til nefnda á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil aukning hefur verið á tilkynningum vegna áhættuhegðunar barna. Slíkar tilkynningar eru meira en helmingur allra tilkynninga.

Meirihluti tilkynninga berst frá lögreglu en færst hefur í aukana að starfsfólk stofnana tilkynni til barnaverndarnefnda. Í minna en 1% tilvika leitar barnið sjálft til barnaverndarnefnda.

Hér má sjá skýrslu um þessa samantekt.
Til baka


Language