Starfsdagur með félagsmálastjórum tókst vel

29. mars 2007

Fimmtudaginn 15. mars hélt Barnaverndarstofa starfsdag með félagsmálastjórum. Fundurinn var haldinn á hótel Glym í Hvalfirði og tókst mjög vel. Alls mættu 23 félagsmálastjórar og starfsmenn barnaverndarnefnda víðsvegar af landinu.

Farið var yfir stöðu barnaverndarmála í dag. Auk þess var fjallað um fræðslu- og skráningarmál og rætt hvers konar fræðslu væri þörf á. Ákveðið var að safna saman mánaðarlega upplýsingum um fjölda barna þar sem ákveðið var að hefja könnun þar sem flestum þátttakendum starfsdagsins fannst það mjög mikilvæg upplýsing. Nýtt sískráningareyðublað verður því sent öllum barnaverndarnefndum landsins.

Farið var yfir vinnslu barnaverndarmála og ræddar þær spurningar sem starfsmenn nefndanna voru að velta fyrir sér. Farið var yfir vistun barna utan heimilis og einkum rætt um börn sem hvergi ættu heima í kerfinu.

Í lok dags var farið yfir barnavernd og fjölmiðla og hvað hægt sé að gera til að beina athyglinni að málaflokknum.

Slegið var á léttari strengi í lok dags og voru hernámsminjar í Hvalfirði skoðaðar og endaði kvöldið á glæsilegum kvöldverði í boði Barnaverndarstofu.

Dagskrá fundarins má sjá hér.
Til baka


Language