Rannsókn um viðhorf til skólagöngu fósturbarna

4. maí 2007

Katrín Jacobsen, 4. árs nemi í félagsráðgjöf var í starfsnámi á Barnaverndarstofu og vann að rannsóknarverkefninu „Viðhorf til skólagöngu fósturbarna.“ Í þessari rannsókn var leitast við að kanna hver viðhorf til skólagöngu fósturbarna í tímabundnu fóstri eru. Haft var samband við fósturforeldra og skólastjóra þeirra barna sem voru í tímabundnu fóstri árið 2006. Helstu niðurstöður eru þær að viðhorf til skólagöngu fósturbarna eru almennt jákvæð. Það er almennt mat beggja aðila að skólaganga fósturbarna gangi vel. Þó eru þetta ekki algild viðhorf og í mörgum tilfellum hefur borið á neikvæðum viðhorfum og jafnvel fordómum í garð þessara barna þannig að þeim hefur verið synjað um skólagöngu í því sveitarfélagi sem það dvelst á meðan fósturráðstöfun stendur yfir.

Hægt er nálgast rannsóknina á Barnaverndarstofu.
Til baka


Language