Náum áttum morgunverðarfundur 5. júní

30. maí 2007

Þriðjudaginn 5. júní mun Náum áttum hópurinn sem Barnaverndarstofa er aðili að halda morgunverðarfund á Grandhótel. Viðfangsefnið að þessu sinni er: Sumarið er tíminn: samvera, útihátíðir; ábyrgð hverra?. Fundurinn hefst kl. 8.15.

Fyrirlesarar eru Ragnar Örn Pétursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæ, Hervör Alma Árnadóttir, félagsráðgjafi og Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK.

Hér má sjá auglýsingu fyrir morgunverðarfundinn.
Til baka


Language