Foreldrar í vanda – vanrækt börn

12. september 2007

Námsdagar Þerapeiu ehf. – Ráðstefna í samvinnu við Landlæknisembættið dagana 27. og 28. september 2007, kl. 9:15-16:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu.

Vímuefnaneysla foreldra, afleiðingar fyrir börn.
Farið verður yfir skaðlegar afleiðingar vímuefnaneyslu foreldra, einkanlega þó mæðra á meðgöngu, fyrir uppvöxt og sálrænan og líkamlega þroska barna.

Forvarnir, greining og meðferð.
Fjallað verður um skilvirkar og árangursríkar leiðir til að ná til barna og foreldra í þessum áhættuhópum. Sérstök áhersla verður lögð á það hvernig megi fyrirbyggja vanrækslu, sem af vímuefnaneyslu foreldra hlýst og á hvern hátt megi styrkja illa stadda foreldra í umönnunarhlutverki sínu.

Þetta efni er sérstaklega hugsað fyrir fagfólk, sem vinnur með börn og foreldra í þessum áhættuhópum innan hvort heldur er innan heilbrigðis-félagsmála- eða skólakerfisins og eins innan kirkjunnar.

Fyrirlesarar eru: Dr. Kari Killén prófessor, NOVA (Norwegian Institute of Social Research), og Dr. May Olofsson, yfirlæknir göngudeildar á Rigs¬hospital¬et í Kaupmannahöfn. Þær eru báðar með mikla vísindalega og klíníska reynslu á þessu sviði og eru eftirsóttir fyrirlesarar víða um heim.

Skráning og upplýsingar í síma 562 3990 milli kl. 15 og 17 eða sendið tölvupóst til terapeia@simnet.is
Fyrirlestrarnir fara fram á ensku, umræður fara fram á ensku og Norðurlandamálum. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Til baka


Language