Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október.

28. september 2007

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er 10. október. Sérstakur verndari dagsins árið 2007 er Vigdís Finnbogadóttir og er dagurinn tileiknaður geðheilbrigði í breyttri veröld: áhrif menningar og marbreytileika. Sunnudaginn 7. október verður sérstök dagskrá í tengslum við geðheilbrigðisdaginn, sjá dagskrá hér.

Ráðstefna verður svo haldinn 10. október á alþjóða geðheilbrigðisdeginum sem ber yfirskriftina: Innflytjendur og geðheilbrigði. Þjóðir sem hafa verið mjög einsleitar eru að vakna upp við það að svo er ekki lengur. Innflytjendur eru um 8.1% íslensku þjóðarinnar en voru 2.8% fyrir 10 árum. Okkar nýju nágrannar geta haft framandi menningarleg viðmið, tungumál og trúarbrögð. Áhrif þessara breytinga á andlega líðan eru mikil bæði fyrir þá sem taka sig upp og flytja til nýs lands og einnig fyrir þá sem fyrir eru. Tímabært er að hefja umræðu um geðheilbrigði og innflytjendur. Hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Til baka


Language