Yfirlit yfir stöðu barnaverndarmála í maí 2007

3. október 2007

Barnaverndarstofu bárust 10 umsóknir um meðferð í maí en þær voru 6 í apríl. Umsóknum hefur því fjölgað um tæp 67% milli mánaða.

Barnaverndarstofu bárust einnig 11 umsóknir um fósturheimili fyrir barn í maí en þær voru 8 í apríl. Umsóknum hefur því fjölgað um 38% milli mánaða. Auk þess bárust níu umsóknir fólks sem vildi gerast fósturforeldrar.

Alls fóru fram 13 rannsóknarviðtöl í Barnahúsi í maí en þau voru 8 í apríl. Rannsóknarviðtölum hefur því fjölgað um 63% milli mánaða. Greiningar- og meðferðarviðtöl voru 5 en þau voru 4 í apríl. Greiningarviðtölum hefur því fjölgað lítillega milli mánaða.

Í maí bárust barnaverndarnefndum landsins 795 tilkynningar en þær voru 659 í apríl. Tilkynningum hefur því fjölgað um 21% milli mánaða. Alls var tilkynnt um 633 börn en þau voru 535 í apríl. Fjöldi barna sem tilkynnt var um hefur því fjölgað um 18% milli mánaða. Um 70% þeirra barna sem tilkynnt var um nú í maí býr á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tekin ákvörðun um að hefja könnun í máli 273 barna eða í 43% tilvika.

Af þeim 63 tilkynningum sem bárust Neyðarlínunni 112 voru 54 tilkynningar flokkaðar sem barnaverndartilkynningar.

Flestar tilkynningar bárust frá lögreglu eða alls 50% allra tilkynninga. Um 10% tilkynninga bárust frá skólayfirvöldum en í aðeins tveimur tilfellum leitaði barnið sjálft til barnaverndarnefndar.

Alls bárust Áfallamiðstöð Landspítalans 3 tilkynningar í maí.

Hér má sjá skýrslu yfir stöðu mála í maí 2007
Til baka


Language