Aðalfundur fósturforeldra og námskeið í boði Þekkingarmiðlunar

31. október 2007

Aðalfundur félags fósturforeldra verður 17. nóvember nk. í húsnæði Barnaverndarstofu. Í tengslum við aðalfundinn mun Þekkingarmiðlunin bjóða fósturforeldrum upp á námskeiðið „Að takast á við erfiða einstaklinga“ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðið verður þann 16. nóvember eftir hádegi einnig í húsnæði BVS. Vonandi sjá sem flestir fósturforeldrar sér fært að þiggja rausnarlegt boð Þekkingarmiðlunar þann 16. nóvember og mæta á aðalfundinn þann 17.
Til baka


Language