Breytingar á starfsmannahaldi Barnaverndarstofu

5. nóvember 2007

Ýmsar breytingar hafa orðið á starfsmannahaldi Barnaverndarstofu. Freydís J. Freysteinsdóttir hefur látið af störfum og hefur Steinunn Bergmann félagsráðgjafi verið ráðin í hennar stað. Auk þess hefur Halla Björk Marteinsdóttir félagsfræðingur verið ráðin í starf Bryndísar S. Guðmundsdóttir sem nú mun sinna öðrum verkefnum innan stofunnar.

Í Barnahúsi hafa einnig orðið talsverðar mannabreytingar. Vigdís Erlendsdóttir hefur látið af störfum sem forstöðumaður og hefur Ólöf Ásta Farestveit uppeldis- og afbrotafræðingur tekið við starfi forstöðumanns. Ólöf hefur unnið um árabil í Barnahúsi. Auk þess hafa tveir sérhæfðir rannsakendur verið ráðnir í Barnahús, þær Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir B.A. í sálfræði.

Einnig hafa orðið breytingar á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu. Á Hvítárbakka hafa hjónin Jónas H. Jónasson og Sigríður M. Hermannsdóttir tekið við af Sigurði Ragnarssyni og Ingu Stefánsdóttur. Auk þess hefur Ingjaldur Arnþórsson látið af störfum sem rekstraraðili Laugalands og í hans stað hefur verið ráðinn Pétur Broddason.
Til baka


Language