Evrópska barnaverndarþing ISPCAN

23. nóvember 2007

Evrópuráðstefna alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN (The International Society for the Prevention of Child Abuse and Neglect) var haldin í Lissabon, dagana 18-21. nóvember. Þingið var sótt af um 800 sérfræðingum víðs vegar að og tóku m.a. 11 Íslendingar þátt í því. Forstjóri Barnaverndarstofu, Bragi Guðbrandsson, flutti opnunarerindi við þingsetningunna. Erindi hans fjallaði um áhrif Barnasáttmála S.Þ. og alþjóðasamvinnu á stefnu og strauma í barnavernd í Evrópu. Tekin voru dæmi um þrjú málefnasvið í starfi Evrópuráðsins - á sviði stofnanadvalar barna, foreldrafærni og kynferðisofbeldi gegn börnum – og fjallað um ólík barnaverndarkerfi í Evrópu.

Erindi hans mál sjá hér.
Glærurnar hans má sjá hér.
Til baka


Language