75 ár frá setningu barnaverndarlaga á Íslandi: 1932 - 2007

27. nóvember 2007

Á þessu ári eru 75 ár liðin frá gildistöku fyrstu barnaverndarlaganna á Íslandi. Af því tilefni efnir Barnaverndarstofa til afmælishátíðar í samstarfi við Barnavernd Reykjavíkur. Verður afmælishátíð fyrir boðsgesti föstudaginn 30. nóvember nk. kl. 14:00 – 18:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra flytur ávarp og síðan flytur Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu erindi um þætti úr sögu barnaverndar á Íslandi. Þá verður þessara tímamóta minnst með því að heiðra nokkra einstaklinga sem hafa markað djúp spor í þróun barnaverndar á Íslandi. Að lokum verður sýnd myndin “Úr dagbók lífsins”sem er leikin heimildarmynd um barnavernd frá árinu 1963.

Laugardaginn 1. desember nk. verður opin dagskrá í Háskólabíói kl. 14:00 – 17:00 þar sem kvikmyndin “Syndir feðranna” verður sýnd og umræður í lok myndarinnar. Þátttakendur verða fulltrúar Breiðavíkursamtakanna, aðstandenda myndarinnar, Barnaverndarstofu og fyrrverandi starfsmenn Breiðavíkurheimilisins auk þess sem áhorfendum mun gefast kostur á að beina fyrirspurnum. Er öllum frjáls aðgangur á meðan húsrúm leyfir.
Til baka


Language