Barnavernd í fókus

10. desember 2007

Barnaverndarstofa hefur undanfarin ár staðið fyrir málstofum í barnavernd í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjöf í Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytið. Málstofurnar eru haldnar í hádeginu síðasta mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Upptökur af málstofunum eru birtar á vef Barnaverndarstofu og er einnig hægt í sumum tilvikum að nálgast fyrirlestrana í glæruformi (PowerPoint).

Þátttaka á málstofum hefur verið góð bæði frá höfuðborgarsvæðinu og nærliggjandi svæðum. Síðustu tvær málstofur voru með áherslu á barnaverndarstarfsmannin og komu fyrirlesarar frá Háskóla Íslands og barnaverndarnefndum. Hér er samantekt frá málstofum í október og nóvember.

Til baka


Language