Barnahús í Svíþjóð

17. mars 2008

Skýrsla um starfsemi Barnahúss í Svíþjóð kom út í byrjun mars. Í skýrslunni sem gefin er út af Rikspolisstyrelsen, Rättsmedicinalverket, Socialstyrelsen og Åklagarmyndigheten, er farið yfir starfsemi hússins fyrir árin 2006 og 2007. Barnahús á Íslandi er sú fyrirmynd sem Barnahúsin í Svíþjóð starfa eftir en nú eru þar starfrækt 6 Barnahús en 5 önnur eru í bígerð með haustinu og áforma Svíar að halda áfram að opna slík hús á landsvísu. Í Svíþjóð eru teknar skýrslur af börnum undir 18 ára þar sem grunur leikur á líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram almenn ánægja meðal samstarfsaðila í Barnahúsunum og er talað um að þetta sé mikil lyftistöng í þjónustu við börn, sérstaklega með tilliti til hagsmuna barnanna. Einnig kemur fram að réttarstaða barna sem farið hafa í Barnahús í Svíþjóð hefur styrkst til muna. Fleiri börn fara nú í skýrslutökur þar í landi en áður, fleiri læknisskoðanir eru gerðar og nú er mun algengara að börn fái réttargæslumann en áður.

Hér má sjá skýrsluna
Til baka


Language