Skýrslutökum fjölgar í Barnahúsi

28. maí 2008

Málafjöldi í Barnahúsi hefur aukist talsvert það sem af er ári. Nú þegar tæplega fimm mánuðir eru liðnir af árinu hafa mál 146 barna borist húsinu en á sama tíma í fyrra höfðu 115 mál borist Barnahúsi. Búið er að taka 109 rannsóknarviðtöl (skýrslutökur fyrir dómi eða könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir) í Barnahúsi en á sama tíma í fyrra höfðu 80 slík viðtöl farið fram. Teknar hafa verið 54 skýrslur fyrir dómi á þessu ári en allt árið 2007 voru slík viðtöl 56 talsins. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefndir eru nú 55 talsins og hlutfallið því nokkuð jafnt milli skýrslutaka og könnunarviðtala sem er talsverð breyting því undanfarin ár hafa skýrslutökur verið um þriðjungur af rannsóknarviðtölunum. Það er því ljóst að skýrslutökum fyrir dómi hefur fjölgað talsvert milli ára.
Til baka


Language