Auglýst eftir áhugasömu fólki til starfa í fjölkerfameðferð

20. júní 2008

Óskað er eftir sálfræðingum með góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu í tvær stöður handleiðara/teymisstjóra. Um er að ræða fullt starf sem felst í faglegri stjórnun og handleiðslu í teymi með 3-4 þerapistum samkvæmt aðferðafræði MST.

Óskað er eftir einstaklingum með háskólapróf á sviði heilbrigðis- eða félagsgreina og góða faglega þekkingu og reynslu af meðferðarvinnu í 6-8 stöður þerapista sem mynda tvö 3-4 manna teymi. Um er að ræða fullt starf og er unnið eftir meðferðarreglum og aðferðum MST. Nánari upplýsingar um störfin og ráðningarskilyrði er að finna á Starfatorgi (www.starfatorg.is).

Við úrvinnslu umsókna um störfin gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör þerapista eru samkvæmt kjarasamningum Barnverndarstofu við: Þroskaþjálfafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Útgarð og Sálfræðingafélag Íslands. Launakjör handleiðara/teymisstjóra eru samkvæmt kjarasamningi Barnaverndarstofu og Sálfræðingafélags Íslands.

Umsóknarfrestur er til 7. júlí. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests ef starf losnar að nýju.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Hauksson verkefnisstjóri á Barnaverndarstofu í síma 530 2600 (www.bvs.is). Umsóknum má einnig skila rafrænt til halldor@bvs.is.

Til baka


Language