Áhrif efnahagsþrenginga á barnavernd í Finnlandi

23. desember 2008

Þrátt fyrir einstaklega hagstætt efnahagsástand og frábæran námsárangur finnskra grunnskólanema jókst fjöldi barna sem voru vistuð utan heimilis um 75% á 15 ára tímabili. Finninn Heikki Hiilamo skoðaði hvaða áhættuþættir liggja þarna að baki og viðrar mögulegar skýringar. Notuð var aðhvarfsgreining til að skoða hlutfall barna sem vistuð voru utan heimilis og mögulega áhættuþætti í nærumhverfi, s.s. heimilisaðstæður, atvinnustaða foreldra, heilsufar, áfengis- og vímuefnaneysla foreldra og heimilisofbeldi. Menntunarstig, fjöldi félagsráðgjafa og búferlaflutningar voru bakgrunns þættir.

Helstu niðurstöður eru þær að vistanir barna utan heimilis í Finnlandi tengjast mest langvarandi efnahagskreppu. Hinsvegar benda niðurstöðurnar til þess að þessi aukning á vistunum utan heimilis tengist helst misnotkun á áfengi og vímuefnum.

Hiilamo dregur þá ályktun að sagan um árangur Finna sem leiðandi aðila í heiminum hvað varðar málefni barna eigi sér dökkar hliðar. Telur hann að breytingar á velferðarkerfinu í Finnlandi hafi sett þau börn sem standa höllum fæti í samfélaginu í enn lakari stöðu.

Hér má nálgast greinina sem er á ensku.
Til baka


Language