Áhrif markvissrar íhlutununar á þróun andfélagslegrar hegðunar

13. janúar 2009

Freydís J. Freysteinsdóttir félagsráðgjafi (MSW, Phd) og félagsmálastjóri birti nýlega grein um rannsókn sína „Unglingar í vanda: Samanburður á unglingum með áhættuhegðun sem fara í langtímameðferð annars vegar og fá vægari úrræði hins vegar af hálfu barnaverndaryfirvalda“.

Í rannsókninni voru barnaverndarmál sem tilkynnt var um áhættuhegðun unglinga innihaldsgreind. Undir áhættuhegðun unglinga flokkast hegðun s.s. innbrot, skemmdarverk, vímuefnanotkun, útigangur, vændi og árásarhneigð. Bendir hún á að fjöldi rannsókna sýni fram á tengsl milli þess að hafa orðið þolandi misbrests í uppeldi þ.e. ofbeldi og/eða vanrækslu og þess að sýna áhættuhegðun. Þá gerir hún grein fyrir líkani Patterson ofl. (1989) um þróun andfélagslegrar hegðunar og þróun innrætingar hjá börnum byggt á Kochanska (1995). Í rannsókninni var leitast við að kanna stöðu og aðstæður þeirra unglinga sem barnaverndarafskipti voru af.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til mikilvægi þess að grípa inn í eins fljótt og unnt er þegar barnaverndaryfirvöld fá tilkynningar um börn sem eru vanrækt og/eða beitt ofbeldi. Markviss íhlutun og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra getur komið í veg fyrir að vandinn þróist áfram og verði verri. Greinina er að finna í Tímariti félagsráðgjafa bls. 5-16.
Til baka


Language