Breytingar á starfsmannahaldi Barnaverndarstofu

21. janúar 2009

Nú um áramótin lét Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur af störfum hjá Barnaverndarstofu, en hún hefur verið skipaður lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Barnaverndarstofa hefur ráðið Heiðu Björg Pálmadóttur, lögfræðing í hennar stað.

Hrefna hóf störf hjá Barnaverndarstofu 1. september 1996 og hafði því starfað hjá stofunni í rúm tólf ár. Það er síst orðum aukið að Hrefna hafi sett mark sitt á þróun Barnaverndarstofu og barnaverndarstarf á Íslandi undanfarin ár. Samstarfsmenn hennar og samstarfsaðilar munu sakna hennar í starfi, en vonast til að hún hverfi ekki alveg af vettvangi barnaverndar og hlakka til áframhaldandi samstarfs við hana.

Heiða Björg Pálmadóttir lauk embættisprófi í lögfræði 2004 og hlaut leyfi til að starfa sem héraðsdómslögmaður í mars 2008. Hún hefur góða reynslu af störfum í stjórnsýslu, en hún starfaði í tvö ár sem lögfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins og síðan sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis. Hún hefur einnig setið í barnaverndarnefnd Reykjavíkur frá því vorið 2006 og hefur því staðgóða þekkingu á barnaverndarmálum. Barnaverndarstofa væntir góðs af störfum hennar í framtíðinni.
Til baka


Language