Málþing Ís-Forsa "þekking og færni í barnaverndarstarfi"

24. febrúar 2009

Árlegt málþing og aðalfundur Ís-Forsa verður haldið 17. apríl 2009. Málþingið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16 og taka þá við aðalfundarstörf. Málþingið og aðalfundurinn verður haldið í stofu 103 í Háskólatorgi, Háskóla Íslands.

Þema málþingsins að þessu sinni verður „þekking og færni í barnaverndarstarfi".

Ís-Forsa er samtök um rannsóknir í félagsráðgjöf en þau voru stofnuð í apríl 2002. Markmið Ís-Forsa er að:
• skapa vettvang fyrir faglega umræðu um rannsóknir og þróunarstarf,
• efla tengsl og samstarf félagsmanna,
• efla þekkingu og færni félagsmanna til að leggja stund á rannsóknir,
• bæta skilyrði fyrir rannsóknir og rannsóknarnám,
• beita sér fyrir því að miðla þekkingu á rannsóknum og þróunarstarfi félagsráðgjafar á vettvangi,
• stuðla að útgáfu og annars konar kynningu á rannsóknum í félagsráðgjöf,
• stuðla að alþjóðlegu rannsóknar- og þróunarsamstarfi.

Félagsmenn og aðrir sem áhuga hafa til að sækja málþingið, eru hvattir til að skrá hjá sér þessa dagsetningu. Nánari dagskrá verður birt á vefsíðu samtakana www.isforsa.net
Til baka


Language