Barnaverndarstofa fundar með öllum barnaverndarnefndum

26. mars 2009

Félags- og tryggingamálaráðherra hafa borist ábendingar um hættu á vaxandi álagi á barnaverndarnefndir og barnavarndarstarfsmenn í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar. Af því tilefni ákvað ráðherra í samráði við forstjóra Barnaverndarstofu, sem hefur bæði eftirlits- og ráðgefandi hlutverk gagnvart barnaverndarnefndum, að fela Barnaverndarstofu að funda með hverri og einni barnaverndarnefnd í landinu.

Barnaverndarstofa hefur nú þegar fundað með þremur barnaverndarnefndum á höfuðborgarsvæðinu og hafa fundirnir tekist einstaklega vel. Á fundunum hefur verið farið yfir þau verkefni sem við nefndunum blasa bæði sem stendur og á næstu misserum. Þá er farið yfir fjölda mála og alvarleika þeirra og lagt mat á hvort og hvernig barnaverndarnefndum og starfsfólki þeirra sé gert kleift að takast á við barnaverndarmál m.a. með tilliti til fjárveitinga, starfsmannafjölda og tiltækra úrræða.

Þegar eru áætlaðir fundir með nefndum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi en á næstu dögum verður haft samband við barnaverndarnefndir um allt land til að skipuleggja fundi í apríl og maí.
Til baka


Language