Niðurstöður rannsóknar á ofbeldi gegn konum

3. apríl 2009

Félags- og tryggingamálaráðuneytið kynnti þann 2. apríl sl. rannsókn á ofbeldi gegn konum. Um er að ræða viðamikla könnun á ofbeldi karla gegn konum sem Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands var falið að gera sem hluta af aðgerðaáætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis. Tekið var 3.000 manna slembiúrtak úr Þjóðskrá meðal kvenna á aldrinum 18–80 ára og rætt við þær í síma í september–desember 2008. Svarhlutfall var 68%.

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi einhvern tíma á ævinni frá 16 ára aldri. Með ofbeldi er átt við líkamlegt ofbeldi, hótanir og kynferðislega snertingu sem veldur mikilli vanlíðan. Talið er að um 2.400 konur hafi verið beittar líkamlegu ofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Rúm 60% kvennanna sem beittar voru ofbeldi töldu gerandann hafa verið undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Nánari upplýsingar um niðurstöður rannsóknarinnar er að finna hér.
Til baka


Language