Barnahús í Noregi að íslenskri fyrirmynd

17. apríl 2009

Þann 1. nóvember 2007 hóf Barnahúsið í Bergen starfsemi og komu fyrstu börnin til meðferðar í janúar 2008. Um var að ræða fyrsta Barnahúsið í Noregi og byggðu Norðmenn á reynslu frá Bandaríkjunum, Íslandi og Svíþjóð. Í Bandaríkjunum eru starfandi 750 Barnahús (Children´s Advocacy Center) þar sem þverfagleg teymi sinna rannsókn og meðferð vegna barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ísland var fyrsta landið í Efrópu til að opna Barnahús en Barnahúsið á Íslandi hóf starfsemi 1. nóvember 1998 og fagnaði því 10 ára afmæli á síðasta ári. Íslenska Barnahúsið er fyrirmynd Barnahúsa í Noregi og Svíþjóð.

Barnahúsið í Bergen hefur nýlega birt ársskýrslu sína. Alls komu 184 börn til meðferðar í Barnahúsið í Bergen á árinu 2008, 102 stúlkur og 82 drengir á aldrinum 0-17 ára, flest voru börnin á aldrinum 5-15 ára. Þá var veitt ráðgjöf í 118 málum í 18 tilvikum var um að ræða líkamlegt ofbeldi, 81 málum kynferðislegt ofbeldi, í 4 málum höfðu börn orðið vitni að ofbeldi og í 22 tilvikum var veitt ráðgjöf vegna annars.

Í desember 2007 opnaði Barnahús í Hamar og fylgdu Barnahúsin í Tomsö og Kristjansand í kjölfarið en í undirbúningi eru Barnahús í Þrándheimi og Osló sem áætlað er að opna á árinu 2009. Styrkur Barnahúsanna er þverfaglegt samstarf og eru þau fjármögnuð af ríkinu. Hér má finna upplýsingar um Barnahúsin í Noregi.
Til baka


Language