Stuðningur fyrir börn og foreldra

4. september 2009

Foreldrahús býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir börn og foreldra. Þar ber fyrst að nefna fjölskylduráðgjöf sem opin er alla daga ársins og allan sólarhringinn þar sem foreldrar geta hringt í Foreldrasímann 5811799. Þá veitir fagfólk samtakanna viðtöl og ráðgjöf fyrir foreldra og börn þeirra.

Á hverju ári eru starfandi foreldrahópar þar sem fagfólk leiðir foreldrahópa sem ætlaðir eru foreldrum með börn og unglinga í vanda.

Í boði eru námskeið fyrir börn og unglinga: V.E.R.A. námskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-18 ára sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða sem og tilfinningalega vanlíðan; námskeið fyrir 10-12 ára til að styrkja börn fyrir unglingsárin; og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 13-17 ára unglinga þar sem áhersla er á að efla sjálfstraust og félagslega færni.

Í Foreldrahúsi er rekin eftirmeðferð fyrir ungmenni sem lokið hafa meðferð vegna vímuefnaneyslu. Foreldrar eru hvattir til að nýta sér hópastarfið samhliða.

Hér er að fynna yfirlit yfir starfið í vetur. Nánari upplýsingar er að finna á www.vimulaus.is
Til baka


Language