112 - þegar velferð barns er í húfi

11. febrúar 2010

Þér ber að hafa samband við barnaverndarnefnd ef þú hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, það verði fyrir áreitni eða ofbeldi, að heilsu þess og þroska sé stefnt í alvarlega hættu. Ekki gera ráð fyrir að einhver annar sé búin að tilkynna. Ekki vona að aðstæður barnsins lagist og bíða með að tilkynna. Vertu trúr eigin sannfæringu og láttu vita, það er í verkahring barnaverndarnefndar að kanna málið frekar og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á íhlutun á grundvelli barnaverndarlaga. Hver tilkynning skiptir máli og tvær tilkynningar vega þyngra en ein.

Með samningi barnaverndarnefnda við Neyðarlínuna er hægt að ná sambandi við allar barnaverndarnefndir landsins gegnum símanúmerið 112. Þar eru skráðar helstu upplýsingar og gefið samband við viðkomandi nefnd.

Hér má finna frekari upplýsingar um tilkynningar, könnun mála og stuðningsúrræði á grundvelli barnaverndarlaga.

Á heimasíðu Barnaheilla er aðgengilegt efni um ólíkar birtingarmyndir vanrækslu og ofbeldis gagnvart börnum.
Til baka


Language