Nám um vinnulag og samstarf í barnavernd

18. júní 2010

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands stendur fyrir námi um barnavernd í samstarfi við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Fjallað verður um vinnulag og samstarf í barnavernd en markmið námsins er að efla fræðilega og faglega þekkingu þátttakenda á einkennum og afleiðingum vanrækslu og ofbeldis á börn, starfsháttum barnaverndarnefnda og þeim úrræðum sem þær geta veitt börnum og fjölskyldum þeirra. Lögð verður áhersla á að kynna þau lög sem unnið er eftir og samstarf barnaverndarnefnda við aðra sem sinna málefnum barna.

Námskeiðið er ætlað starfsfólki félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu auk löggæslu og réttarkerfis. Með því er m.a. átt við starfsfólk velferðarþjónustu, presta, skólastjórnendur, sérhæft starfsfólk og kennara leik- og grunnskóla, starfsfólk íþrótta- og tómstundastarfs, starfsfólk í þjónustu við fatlaða, einkarekna meðferðarþjónustu, vist- og meðferðarheimila og starfsfólk heilsugæslustöðva og heilbrigðisstofnana sem vinna að málefnum barna. Einnig er átt við starfsfólk sýslumanna, dómstóla, lögreglu og fangelsismálayfirvalda sem koma að málum um velferð barna og foreldra.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins og skráningu má finna hér.

Til baka


Language