Málstofur um barnavernd

25. janúar 2011

Barnaverndarstofa stendur reglulega fyrir málstofum um barnavernd, í samvinnu við Barnavernd Reykjavíkur, félagsráðgjafardeild HÍ og faghóp félagsráðgjafa í barnavernd. Á málstofunum er fjallað er um ólík efni er tengjast barnavernd og barnaverndarstarfi. Næsta málstofa verður haldin mánudaginn 31. janúar nk. og hefst kl. 12.15 í fundarsal Barnaverndarstofu. Efni málstofunnar verður „Framkvæmd vistunar barna utan heimilis
á árunum 1992-2010. Málsmeðferðarreglur“
þar sem Íris Erlingsdóttir, lögfræðingur fjallar um meistararitgerð sína í lögfræði en hún skoðaði úrskurði Barnaverndarráðs og dóma héraðsdóma og Hæstaréttar.

Mánudaginn 7. mars nk. mun Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi fjalla um meistararitgerð sína í félagsráðgjöf þar sem hún kannaði hvernig hagsmunir og sjónarmið barna koma fram í dómum í barnaverndarmálum á Íslandi.

Málstofurnar eru fyrst og fremst ætlaðar barnaverndarstarfsmönnum, samstarfsfólki þeirra og þeim sem áhuga hafa á barnaverndarstarfi.
Til baka


Language