Framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi

14. október 2011

Fjallað var um framkvæmd barnasáttmála SÞ á Íslandi á fundi sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um barnasáttmálann. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir íslensku sendinefndinni en nefndina skipuðu forstjóri Barnaverndarstofu, fulltrúi innanríkisráðuneytis, fulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúi velferðarráðuneytis. Sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðana lagði fjölmargar spurningar fyrir íslensku sendinefndina og hvatti til þess að barnasáttmálinn yrði lögfestur á Íslandi. Ísland er enn með fyrirvara við samninginn sem lýtur að aðskilnaði ungra fanga frá fullorðnum. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu innanríkisráðuneytis. Athugasemdir sérfræðinganefndarinnar hafa borist og verður gerð grein fyrir þeim síðar.
Til baka


Language