Norræna barnaverndarráðstefnan 2012

13. febrúar 2012

Norræna barnaverndarráðstefnan er nú haldin í 25 sinn en fyrsta ráðstefnan var haldin í Danmörku árið 1921. Frá þeim tíma hafa ráðstefnurnar verið haldnar þriðja til fimmta hvert ár og skiptast norrænu löndin á að halda þær. Norræna barnaverndarráðstefnan er mikilvægur vettvangur til að miðla þekkingu og þróun á sviði barnaverndar og er Barnaverndarstofa aðili að þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Stokkhólmi dagana 12-14 september 2012. Opnuð hefur verið vefsíða Norrænu Barnaverndarráðstefnunar en þar er að finna upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og staðsetningu www.nordiskabarnavardskongressen.org. Með tilkomu vefsíðunar verður efni hverrar ráðstefnu aðgengilegt að ráðstefnu lokinni.
Til baka


Language