Nýr forstöðumaður Stuðla

13. mars 2012

Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Stuðla frá og með 1. apríl næstkomandi. Þórarinn lauk námi frá Árósaháskóla og fékk starfsréttindi sem sálfræðingur árið 2002. Hann hefur lengst af starfað hjá Fangelsismálastofnun en starfaði einnig um skeið hjá þjónustumiðstöðinni Miðgarði. Á tímabilinu 2008-2009 starfaði hann sem sálfræðingur á Stuðlum. Þar að auki hefur Þórarinn starfað á eigin sálfræðistofu auk þess að sinna háskólakennslu og kennslu við menntaskóla. Í fjölbreyttum störfum sem sálfræðingur hefur hann sérstaka reynslu á sviði réttarsálfræði og af meðferð með börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra.

Sólveig Ásgrímsdóttir hefur starfað sem forstöðumaður frá árinu 1998 og mun láta af störfum 30. apríl næstkomandi.

Til baka


Language