Nýr starfsmaður í Fjölkerfameðferð

13. mars 2012

Barnaverndarstofa hefur ráðið Snjólaugu Birgisdóttur félagsrágjafa í starf MST þerapista og mun hún hefja störf í ágúst.
Snjólaug hefur starfað sem félagsráðgjafi hjá Fangelsismálastofnun ríkisins frá árinu 2005 og m.a. sinnt meðferðarmálum, ráðgjöf, skilorðseftirliti og stuðningi við aðstandendur. Hún hefur einnig starfað sem félagsráðgjafi við skóla- og félagsþjónustu, sinnt barnaverndarmálum og starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Snjólaug lauk B.A. námi í félagsfræði og B.A. námi í afbrotafræði/réttarfarkerfisfræði frá University of South Alabama veturinn 1998. Hún lauk MA námi í félagsfræði með megin áherslu á afbrotafræði frá University of South Alabama veturinn 2002 og starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands vorið 2004. Einnig hefur hún sótt endurmenntun á sviði meðferðar.
Til baka


Language