Meðferðardeild Stuðla lokuð í júlí

20. apríl 2012

Meðferðardeild Stuðla verður lokuð frá 1.-31. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Með lokun í júlí er talið að best fari saman hagræðingarsjónarmið og gæði í meðferð. Undanfarin ár hefur sú leið verið farin að fækka börnum yfir sumarmánuðina og mæta sumarleyfum með afleysingum. Þannig hefur hlutfall afleysingastarfsfólks orðið hátt yfir hásumarið og áhrifa sumarleyfa auk þess gætt lengur þar sem fastir starfsmenn hafa þurft að dreifa sumarleyfum sínum yfir lengri tíma. Þetta leiddi aftur til óhagaræðis í rekstri og hafði áhrif á meðferðarstarfið. Mörg undanfarin ár hefur nýting meðferðardeildar verið slök fram eftir hausti, aðallega vegna sumarfría barnaverndarstarfsmanna sem eru þeir aðilar sem sækja um meðferð. Eru því allar líkur á því að greitt aðgengi verði að plássum á meðferðardeild strax í ágúst þrátt fyrir lokun í júlí.

Lokuð deild Stuðla verður hins vegar opin eins og áður.
Til baka


Language