Barnaverndarstofa birtir nú hluta II af ársskýrslu sinni, sem fjallar um starfsemi barnaverndarnefnda á árinu 2011.

19. desember 2012

Í september s.l. gaf Barnaverndarstofa út ársskýrslu vegna áranna 2008-2011, en þar var að finna í hluta II upplýsingar frá barnaverndarnefndunum úr sískráningu nefndanna fyrir árið 2011. Nú liggja hins vegar fyrir endanlegar upplýsingar frá nefndunum vegna ársins 2011. Heildarfjöldi tilkynninga á árinu 2011 var 8.708 tilkynningar, sem er um 6% fækkun frá árinu á undan.

Tilkynningarnar á árinu 2011 vörðuðu 4.911 börn, en árið 2010 var tilkynnt um 5.256 börn. Tilkynning verður að barnaverndarmáli þegar ákveðið er að hefja könnun máls. Heildarfjöldi barnaverndarmála á árinu 2011 var 4.356 mál, sem er um 2,5% fjölgun frá árinu á undan. Á árinu 2011 voru mál um 60% þeirra barna sem tilkynnt  var um tekin til könnunar eða voru þegar til könnunar eða meðferðar og er það svipað hlutfall og árið á undan.
Hér má sjá skýrsluna í heild.
Til baka


Language