Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu í viðtali í Speglinum á RÚV þann 21 janúar sl.

23. janúar 2013

Heiða Björg segir reglur séu skýrar þegar grunur leikur á því að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þá eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda.
Heiða Björg segir að engar alhliða reglur séu til um það hjá stofnunum og fyrirtækjum hvernig taka eigi á málum barnaníðinga. Hún segir að reglur séu skýrar þegar grunur leikur á því að börn hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi. Þá eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda. Hins vegar séu reglur óljósar hvernig taka eigi á málun innan stofnananna. Barnaverndarstofa hefur sett sér vinnureglur varðandi þetta. Meginreglan er sú að þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot gegn barni fari þau í lögreglurannsókn. Á meðan á rannsókn stendur er viðkomandi starfsmanni vísað tímabundið frá störfum. Ef gefin er út ákæra er viðkomandi sagt upp störfum. Hún segir líka mikilvægt að við ráðningar sé óskað eftir fullu sakavottorði en ekki látið gilda sakavottorð sem einungis hafi að geyma brot síðustu fimm ára. Í fullu sakavottorði er að finna alla dóma sem viðkomandi hefur hlotið.
Hér er hægt að hlusta á viðtalið.
Til baka


Language